Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 51

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 51 Verslunarstarf Byggingaverslun í miðborginni óskar eftir starfsmanni í fullt starf Starfsvið: • Almenn afgreiðslustörf. • Ráðgjöf og sala til viðskiptavina. • Tiltekt á pöntunum. • Áfylling og önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur: • Rík þjónustulund og vönduð framkoma. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Góð almenn tölvukunnátta. • Góð íslensku og enskukunnátta. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á bhb@brynja.is  1 ATVINNA í boði hjá Kópavogsbæ Sjá nánar á kopavogur.is www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf Vegna aukinna umsvifa leitum við að nýjum liðsmanni í sölu og hönnunardeild GKS. Leitað er eftir skipulögðum og metnarfullum einstaklingi með reynslu og þekkingu á hönnun innréttinga. Mikilvægir kostir eru hæfni í mannlegum samskiptum, góð skipulagsgáfa, áreiðanleiki og drifkraftur. Mikill kostur ef viðkomandi hefur reynslu af teikniforritum t.d. 2020. Í starfinu felst m.a. móttaka viðskiptavina í sýningarsal, hönnun innréttinga, tilboðsgerð og eftirfylgni. Í boði er líflegt og fjölbreytt starf í einu öflugasta innréttingafyrirtæki landsins. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2018 umsóknum skal skilað á gks@gks.is Trésmiðja GKS ehf Funahöfða 19 sími 577 1600 gks.is Sala og hönnun innréttinga Íslenska auglýsingastofan leitar að reynslumiklum og hæfileikaríkum markaðsráðgjafa sem kann vel við sig í skapandi umhverfi. Markaðsráðgjafi er í daglegum samskiptum við viðskiptavini Íslensku og þarf að læra inn á ólíkar þarfir þeirra. Hann heldur utan um einstök verkefni og fylgir þeim eftir, sér um tilboðsgerð, kostnaðaráætlanir og samskipti við undirverktaka, auk þess að leiða verkefnavinnu í samvinnu við hugmyndafólk og hönnuði stofunnar. Hæfniskröfur – Að lágmarki 3 ára reynsla af markaðsráðgjöf – Góð enskukunnátta – Menntun á sviði markaðsfræði – Lipurð í samskiptum og rík þjónustulund – Reynsla af starfi á auglýsingastofu er kostur – Skipulögð og nákvæm vinnubrögð – Góð þekking á stafrænum miðlum er kostur Umsókn ásamt ferilskrá sendist á starf@islenska.is eigi síðar en 6. ágúst. Allar umsóknir eru trúnaðarmál. Ert þú metnaðarfullur markaðsráðgjafi? Íslenska hefur verið í fremstu röð auglýsingastofa á Íslandi um árabil. Á hverjum degi vinnur starfsfólk stofunnar að verkefnum fyrir mörg af öflugustu fyrirtækjum og vörumerkjum landsins. Íslenska veitir viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu á sviði markaðsmála og þar starfar um 50 manna fjölbreyttur hópur í skapandi og skemmtilegu umhverfi. Stofan hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga, bæði hér heima og erlendis, ásamt því að hafa verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi mörg undanfarin ár. Borgarbyggð Skipulagsauglýsing Byggðarráð í umboði Sveitarstjórnar Borgarbyggðar hefur á 457. fundi sínum þann 19. júlí 2018, samþykkt eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð. Málsmeðferð verður í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frístundabyggð í landi Urriðaár – breyting á deiliskipulagi. Frístundabyggðin var skipulögð árið 2000. Á þeim tíma sem liðinn er síðan, hafa kröfur og væntingar til frístundahúsa breyst. Breytingin nær aðeins til byggingarskilmála í kaflanum „Húsagerð“ í greinargerð skipulagsins, en uppdráttur er óbreyttur. Breytingartillaga er sett fram í greinargerð dags. 11. júlí 2018 og liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 27. júlí 2018 til 7. september 2018 og verða gögnin einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við breytingartillögu. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 7. september 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem breytingartillaga verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska. Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst og farið er inn á mbl.is til að fylla út umsóknareyðublað, neðst á forsíðu. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Helga Óskarsdóttir í síma 569-1422 eða á netfanginu steinunn@mbl.is Finna.is leitar að drífandi og harðdugleg- um sölumanni til að selja skráningar og auglýsingar. Við leitum að drífandi einstaklingi sem getur starfað sjálfstætt, hefur söluhæfileika, frumkvæði, samskipta-hæfni og góða framkomu. Menntun og/eða reynsla er alltaf kostur. Ertu drífandi, skemmtilegur og opinn einstaklingur?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.