Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 62

Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 „Styrkja þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarenssen, tónlist- armaður og einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival, í tilkynningu frá aðstand- endum hátíðarinnar. Í ár verður einblínt á konur í listum. Hátíðin fer fram í níunda sinn í Reykjavík frá sjötta til níunda september. Extreme Chill Festival er haldin á fjórum stöðum í miðborg Reykja- víkur, Kaldalónssal Hörpu, Gamla bíói, skemmtistaðnum Húrra og Fríkirkjunni í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar sem auglýstir verða síðar. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem verður með talsvert stærra sniði en áður. Á meðal þeirra sem troða upp eru Jan Jel- inek, Banco De Gaia, Sóley, Bára Gísladóttir, Dj Flugvél og Geimskip, aYia, Marsen Jules, Ragnhild May, Studnitzky, Astrid Sonne, Andrew Heath, Hermigervill, Sillus, Mank- an og fleiri. Extreme Chill festival hefur verið haldin víða um land og sömuleiðis í Berlín en hátíðin er í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og er- lendis. Hún er nú partur af nýju verkefni sem kallast Up node Net- work, norrænu samstarfi á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda. Up Node verða með fundi og vinnustofur í Reykjavík á Extreme Chill Festival. Markmið hátíðarinnar er að Konur í forgrunni á Extreme Chill  Hátíðin stærri í sniðum en áður Morgunblaðið/Eggert Plötusnúður Dj Flugvél og Geim- skip kemur fram á hátíðinni í ár. kynna íslenska og erlenda raf- tónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlist- arinnar og lifandi myndheim. Að tengja saman erlent og innlent tón-, mynd- og vídeólistafólk og sköpun þeirra ásamt því að vekja athygli á rafrænni Reykjavík, raftónlist- arhöfuðborg Íslands. Í tilkynningunni segja skipu- leggjendur hátíðina vera fjögurra daga tónlistarveislu „þar sem ís- lenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mæt- ast í sköpun sinni undir áhrifum ís- lenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um raf- ræna Reykjavík.“ Passi á hátíðina kostar 8.900 krónur fyrir alla fjóra dagana og fer miðasala fram á midi.is. ragnhildur@mbl.is Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Stefán Pálsson, sagnfræðingur og annálaður bjóráhugamaður, mun leiða göngu um áfengislausan höf- uðstað í kvöld og verður lagt af stað frá Borgarbókasafninu Grófinni kl. 20. Gangan er frí og öllum opin, og er hún hluti af kvöldgöngum sem eru í umsjón Borgarbókasafnsins, Lista- safns Reykjavíkur og Borgarsögu- safns Reykjavíkur. „1918 þemað er núna í algleymingi og menn finna ýmsa fleti á því ártali. Ég var beðinn um að draga upp mynd af stöðunni þar sem áfengis- bannið, sem tók gildi 1. janúar 1915, er farið að bíta fyrir alvöru. Fókusinn hjá mér verður á þessi fyrstu ár eftir að áfengisbannið kemur og þegar fer að molna undan því,“ segir Stefán um innihald göngunnar. Templarar þrýsta á Stefán segir áfengisbannið hafa átt sér mjög langan aðdraganda og að menn fókuseri oft á hann og setji þar punkt, en hann muni hins vegar taka þetta lengra. „Áfengisbannið var nefnilega sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu strax árið 1908, en tók ekki gildi fyrr en sjö árum seinna. Málið er að þingmenn voru ekkert sérstaklega hlynntir eða áhugasamir um þetta mál, en templ- arareglan var ofboðslega sterkur þrýstihópur. Á þessum árum voru þeir þaulskipulögð hreyfing á tíma þar sem eru engir skipulagðir stjórn- málaflokkar, íþrótta- eða verkalýðs- félög, og þeir beindu spjótum sínum að þingmönnum. Það var ekki skynsamlegt fyrir þá þingmenn sem ætluðu sér endurkjör að styggja templarana. Þeir samþykktu að senda málið í þjóðaratkvæði og töldu líklega að það yrði fellt og þeir búnir að stinga upp í háværan þrýstihóp og varpa þessu frá sér. Það snerist rækilega í höndunum á mönnum.“ Bláedrú á annað ár „Þetta var ekki séríslenskt fyrir- bæri á þessum tíma. Nánast alls staðar á Vesturlöndum eru bindind- ishreyfingar í mikilli sókn. Það voru áfengisbönn, takmarkanir á áfengi og ýmsar leiðir til þess að draga úr neyslu. Við skárum okkur samt úr að því leyti að við erum fyrst og við göngum lengst með því að setja al- gjört bann. Það byrjaði með aðflutn- ingsbanni og menn höfðu þrjú ár til þess að klára birgðir og síðan er áfengisneysla endanlega bönnuð 1. janúar 1915. Það má segja að fyrstu 1-2 ár á eftir hafi Íslendingar aldrei verið jafnedrú – allt frá landnámi! Áfengisneysla var í sögulegu lág- marki, enda vildi þannig til að það var heimsstyrjöld í gangi, og því sigl- ingar og þar með ekkert smygl. Kunnáttan á heimabruggi var engin, því Íslendingar höfðu ekki stundað heimabrugg. En ansi fljótt urðu þeir sér samt út um búnaðinn og lærðu að brugga.“ ÁTVR fær einkaleyfi á alkóhóli „Eftir góða byrjun á banninu fóru menn að tapa þessum slag. Menn neyddust líka til þess að banna inn- flutning á hárvatni og ilmvötnum og öðru slíku því það var drukkið. ÁTVR var stofnað og fékk einkaleyfi á innflutningi á öllu sem innihélt alkóhól: bökunadropum, spritti til iðnaðarframleiðslu, læknalyfjum, en spírinn var ekki alltaf notaður til slíks og læknar skrifuðu upp á áfengi, auk þess sem landinn var alls staðar. Síðan neyddust menn til að taka inn léttvínin, eða svokölluðu spænsku vínin, snemma á þriðja áratugnum. Íslendingar á þessum tíma voru ekk- ert að liggja í rauðvíni, en þetta gróf undan virðingu bannsins. Nú fóru líka stuðningsmenn áfeng- isneyslu og -sölu, sem höfðu verið al- gjörlega óskipulagðir í þjóðarat- kvæðagreiðslunni, að ná vopnum sínum. Þeir hömruðu á því hvað rík- issjóður tapaði miklum tekjum á banninu. Það verði alltaf áfengissala og betra að hafa hana löglega.“ Bjórinn situr eftir „Árið 1933 var afnám áfengis- bannsins samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu, og menn í raun samþykktu gerðan hlut. Þar sem landinn var út um allt og gat verið hættulegur, þótti mönnum öruggara að leyfa sterka áfengið, en bjórinn sat líklega eftir vegna þess að það var hægt. Það var enginn að brugga bjór. En það eru ýmsar ólíkar skýringar á því af hverju bjórinn var ekki leyfður og engin ein öðrum réttari,“ segir Stef- án og bætir við að það sé margt kostulegt í þessari sögu sem hann mun rifja upp á kvöldgöngunni þar sem gengið verður á milli staða í miðbænum sem tengjast þessum sögum. „Sagan er þarna við hvert fótmál,“ segir Stefán Pálsson, sagn- fræðingur og bjóráhugamaður, sem hlakkar til kvöldsins. Kostulegt Stefán Pálsson sagnfræðingur ætlar að segja góðar sögur af áfengisbanninu á göngu um miðbæinn. Sagan við hvert fótmál  Kvöldganga um áfengislausan höfuðstað í miðbænum  Hver var staðan á áfengisbanninu á fullveldisárinu? Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Lára Bryndís Eggertsdóttir org- anisti heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Á efnisskránni verða Trois Piéces, op. 29 eftir Gabriel Pierné (1863-1937) og Vltava/Moldá eftir Bedøich Smetana (1824-1884) í um- ritun Barböru Bannasch. Lára Bryndís byrjaði ung að læra á píanó og þegar hún var 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Lang- holtskirkju, að því er segir í til- kynningu. Hún lauk einleik- araprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn árið 2002 og naut þar handleiðslu Harðar Áskelssonar. Lára Bryndís er nýflutt aftur heim til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku þar sem hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum fyr- ir fjórum árum. Á undanförnum áurm hefur hún starfað sem org- anisti við Sønderbro kirkju í Hor- sens og semballeikari hjá barokk- sveitinni BaroqueAros í Árósum. Lára Bryndís leikur í Hallgrímskirkju Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.