Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Benedikt Erlingsson um tilnefn- ingu kvikmyndar sinnar, Kona fer í stríð, til evrópsku LUX-verðlaun- anna, kvikmyndaverðlauna Evr- ópuþingsins, sem veitt verða í nóv- ember. Kona fer í stríð er meðal þriggja kvik- mynda sem vald- ar voru af tíu mynda tilnefn- ingarlistanum ásamt myndun- um Styx eftir Wolfgang Fisch- er og Druga strana svega (Hin hliðin á öllu) eftir Milu Turajlic. Valið á kvik- myndunum þremur var tilkynnt af Antonio Tajani, forseta Evrópu- þingsins, og Silviu Costa, umsjón- armanni menningar- og mennta- nefndar ESB, á mánudaginn. „Við erum komin mjög innarlega í hlýjuna með því að vera komin á þennan þriggja mynda lista,“ segir Benedikt. „Þetta mun hafa mikið að segja um alla dreifingu á myndinni í framtíðinni.“ Kosið verður á milli myndanna þriggja á Evrópuþing- inu og tilkynnt um sigurvegarann þann 14. nóvember. Sigurmyndin mun hljóta styrk í alþjóðlegri dreif- ingu og verður meðal annars löguð að þörfum sjón- og heyrnarskertra áhorfenda. „Ég er orðinn svo æðrulaus með aldrinum að ég reyni bara að leiða ekki hugann að þessu,“ segir Bene- dikt, spurður að því hvort tilnefn- ingin hafi komið honum á óvart. „Þetta er alveg óvenjulega mikil gleði enda er myndin náttúrlega gleðisprengja. Það er kannski það sem menn eru að sækjast eftir í Evrópusambandinu, að veita gleði inn í líf borgaranna með því að leiða þessa gleðilegu gleðisprengju inn sem verðlaunamynd.“ Málefnalegir vinklar Allar þrjár myndirnar á listanum fjalla um málefni líðandi stundar og á vefsíðu LUX-verðaunanna er þeim lýst sem „ákalli til verka á erf- iðum tímum“. Styx er umfjöllun um flóttamenn og innflytjendur en Druga strana svega er heimildar- mynd um átakatíma í Serbíu. Fyrir tilviljun eru konur í aðalhlutverki í öllum þremur myndunum. Bene- dikt segist mikið hlakka til að horfa á hinar myndirnar tvær. „Það er mjög skýrt hjá þessari valnefnd að þema verðlaunanna snýst um að myndirnar eigi eitt- hvert erindi við samtíð sína og evr- ópska borgara. Efni myndarinnar þarf að tengjast einhverri mik- ilvægri umræðu. Þessi verðlaun eru notuð til að vekja athygli og lyfta þessum málaflokki upp. Okkar mynd er náttúrlega eins konar fant- asía og ævintýri um umhverfismál.“ Benedikt telur þó ekki rétt að líta á LUX-verðlaunin sem pólitísk verðlaun fremur en listaverðlaun fyrst og fremst. „Mynd sem væri með góðan pólitískan boðskap en væri annars léleg myndi örugglega ekki fá tilnefningu. Oftast hafa svona hátíðir ákveðnar hugmyndir um það hvernig myndum þær ætla að veita verðlaunin. Sum verðlaun vilja þau veita nýjum leikstjórum, önnur viðkvæmum myndum sem ekki fá brautargengi eða þykja ekki líklegar til vinsælda en eru mikilvægar. Það er mjög klassískt að verðlaun hafi einhvern afmark- aðan fókus. Þetta eru þó vissulega verðlaun sem hafa að hluta til póli- tískan eða málefnalegan vinkil.“ Sömu spurningar í Odessa og á Egilsstöðum? Ljóst er að Kona fer í stríð hefur fallið vel í kramið á meginlandi Evrópu því nú hafa yfir 100.000 manns séð hana í kvikmyndahúsum í Frakklandi. Myndinni hefur verið tekið vel þar í landi bæði af gagn- rýnendum og almennum bíógest- um. Benedikt segir aðsóknina mikið gleðiefni. „Ég held að þá bara þyrsti í sumar og sól. Þetta er nú eiginlega fyrsta markaðssvæðið sem þessi mynd mætir á fyrir utan Ísland. Það er ekki annað hægt en að segja en að íslenskir áhorfendur hafi tekið myndinni óskaplega vel. Það hefur rignt yfir okkur fallegum ummælum og góðri gagnrýni á Ís- landi. Þó hefur aðsóknin verið svo- lítið hæg að mínu áliti. Ég hef kannski miklar væntingar. En núna á þessu stóra svæði, Frakklandi, springur hún svona fallega út. Enda er þetta mynd sem ég hugsaði mér að ætti að höfða til margra.“ Aðspurður hvort myndin nái að höfða eins vel til alþjóðlegs áhorf- endahóps og til Íslendinga, þrátt fyrir hinar ýmsu vísanir í íslenska menningu sem í henni eru, svarar Benedikt bæði játandi og neitandi. „Það er auðvitað fullt af vísunum sem bara við skiljum. En ég hef hlustað á viðbrögð áhorfenda bæði í Frakklandi og Úkraínu og það kemur mér á óvart hversu mikið er hlegið og hvað fólk er mikið með á nótunum. Auðvitað taka ekki allir eftir því þegar ég t.d. vísa í Njálu. En á móti kemur að útlendingar ná kannski öðrum vísunum sem Íslend- ingar ná ekki. Kannski er þetta ekki spurning um að skilja eða ekki. Sumar vísanir mínar eru mjög persónulegar og skiljast á ýmsa vegu. Ég stefni á að fara í leiðangur um landið og svara spurningum um myndina. Þá verður gaman að vita hvort maður heyrir sömu spurning- arnar í Odessa og á Egilsstöðum.“ Gleði Rúmlega 100.000 manns hafa nú séð myndina Kona fer í stríð í frönskum kvikmyndahúsum. Hún er tilnefnd til LUX-verðlaunanna. Tilnefning á gleðisprengju  Kona fer í stríð vinsæl í Frakklandi Benedikt Erlingsson Undir trénu 12 Agnes grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífs- myndband og hendir honum út. Atli flytur þá inn á for- eldra sína, sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 18.00 Heima Heimildamynd um hljóm- sveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland sumarið 2006. IMDb 8,6/10 Bíó Paradís 22.00 Mýrin 12 Metacritic 75/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 Hearts Beat Loud Bíó Paradís 20.00 You Were Never Really Here 16 Metacritic 84/100 IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 22.00 Óþekkti hermaðurinn 16 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 17.30 The Party 12 Gamanleikur sem snýst upp í harmleik. Metacritic 73/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 20.00 BPM (120 Beats Per Minute) 12 Bíó Paradís 17.30 Mamma Mia! Here We Go Again Metacritic 66/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 15.00, 17.00, 19.50, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.30, 21.55 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30 Smárabíó 16.30, 17.00, 19.10, 19.40, 22.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 21.50 Hereditary 16 Eftir að móðir Annie Graham deyr virðist dauði hennar leysa úr læðingi einhvers- konar álög sem hvílt hafa á Grahamfjölskyldunni lengi. Metacritic 87/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30, 22.40 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.30 The Equalizer 2 16 Framhald The Equalizer frá árinu 2014 sem var byggð á samnefndum sjónvarpsþátt- um um fyrrverandi lögreglu- mann sem er nú leigumorð- ingi. Laugarásbíó 17.15, 19.45, 22.15 Smárabíó 17.10, 19.30, 21.50, 22.20 Háskólabíó 20.40 Borgarbíó Akureyri 21.30 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Smárabíó 14.50, 19.50 Háskólabíó 18.10, 20.50 Tag 12 Lítill hópur fyrrum bekkjar- félaga skipuleggur flókinn, árlegan „klukk“ leik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt. Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.20 Ocean’s 8 Debbie Ocean safnar saman liði til að fremja rán á Met Gala-samkomunni í New York. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 61/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Kringlunni 19.40, 22.00 Adrift 12 Morgunblaðið bbbmn Laugarásbíó 19.50, 22.00 Sicario: Day of the Soldado 16 Morgunblaðið bbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,4/10 Smárabíó 22.10 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 16.50, 19.40, 22.30 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Mavis kemur Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjöl- skylduferð á lúxus skrímsla skemmtiferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Metacritic 59/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 15.30, 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.40 Smárabíó 15.00, 15.20, 17.20, 17.40 Háskólabíó 17.50 Borgarbíó Akureyri 17.30 Draumur Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Prinsinn upplifir þær breytingar að verða talinn ómótstæðilegur af flestum eftir að álfadís hellir á hann töfradufti í miklu magni. Smárabíó 14.50 Hope van Dyne og Dr. Hank Pym skipuleggja mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leynd- armál úr fortíðinni. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 70/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Ant-Man and the Wasp 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Ís- lands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Háskólabíó 18.20, 21.00 Bíó Paradís 22.00 Skyscraper 12 Myndin fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkis- lögreglunnar í gíslatöku- málumsem nú vinnur við öryggisgæslu. Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 19.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.