Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 65

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Söngleikurinn Mamma Mia,sem byggir á lögumsænsku slagaramask-ínunnar ABBA, var frum- sýndur á West End árið 1999. Sag- an fjallar um hóteleigandann Donnu og dóttur hennar Sophie. Sophie er að fara að gifta sig og vill ólm bjóða föður sínum, sem hún hefur aldrei hitt, í brúðkaupið. Málin vandast þegar hún kemst að því að það eru þrír menn sem koma til greina. Hún afræður loks að bjóða þeim öllum. Söngleikurinn sló samstundis í gegn og var settur upp um víða veröld. Árið 2008 kom söngleikurinn svo út á kvikmyndaformi. Myndin fékk misjafna dóma en varð vinsæl meðal áhorfenda og halaði vel inn í miða- sölu. Það má þó halda því fram að vin- sældir myndarinnar hafi hvergi ver- ið jafnæðisgengnar og hér á landi. Mamma Mia var langaðsóknar- mesta mynd ársins og fóru í kring- um 100 þúsund manns í bíó að sjá hana, sem gæti verið eitt af okkar alkunnu heimsmetum „miðað við höfðatölu“. Mamma Mia er ein vin- sælasta mynd Íslandssögunnar, ásamt myndum á borð við Grease (1978) og Með allt á hreinu (1982) og hlýtur þar með að vera sýnt og sannað að Íslendingar eru söng- leikjaóð þjóð. Mamma Mia var sýnd mörgum sinnum á dag mánuðum saman og haldnar voru svo kallaðar „syngdu með“ sýningar, sem saumaklúbbar landsins fjölmenntu á, jafnvel oft og mörgum sinnum. Mamma Mia- þorsta þjóðarinnar var þó ekki sval- að því að í mars 2016 var söngleik- urinn frumsýndur í Borgarleikhús- inu. Sýningin sló öll aðsóknarmet í íslensku leikhúsi, sýndar voru 190 sýningar og gestir voru yfir 100 þúsund. Miðað við fjölda gesta á sýning- unni sem ég sótti á nýju framhalds- myndinni, Mamma Mia! Here We Go Again hefur landinn langt því frá fengið sig fullsaddan af ABBA- ævintýrum. Salurinn var fullsetinn og mikil eftirvænting ríkti. Nýja myndin gerist eftir andlát Donnu. Dóttir hennar Sophie er bú- in að endurnýja hótelið á Grikklandi og ætlar að blása til svakalegrar opnunarveislu. Á meðan við fylgj- umst með veisluundirbúningnum, sem gengur alls ekki samkvæmt áætlun, fáum við reglulegt innlit í líf Donnu á hennar yngri árum þegar hún kynntist feðrunum þremur. Sagan gerist sem sagt á tveimur tímaplönum. Leikhópurinn úr fyrri myndinni mætir hér aftur til leiks, með nokkrum viðbótum. Í kynningarefni myndarinnar hefur mest farið fyrir því að Cher taki þátt en hún birtist hér í hlutverki ömmu Sophie. Cher veldur ekki vonbrigðum, hún er glæsileg að vanda. Leikkonan Lily James leikur yngri útgáfuna af Donnu. Hún stendur sig prýðilega og er afar lagvís. Þá birtast einnig yngri útgáfur feðranna þriggja, Harry, Bill og Sam, sem og yngri útgáfur vinkvenna Donnu, þeirra Rosie og Tönyu. Ungu leikararnir eru tiltölulega óþekktir en eiga það allir sameiginlegt (að Lily James undanskilinni) að vera sláandi líkir fyrirmyndum sínum. Leikhópurinn hefur líka greinilega lagt allt í söl- urnar til þess að tileinka sér talanda og háttalag fyrirmyndanna, þannig aðþau eru mjög sannfærandi eft- irhermur. Sérstaklega Jessica Keenan Wynn, sem leikur hina ver- gjörnu Tönyu, líkindin eru hreint út sagt ótrúleg. Það er best að ég komi hreint fram: Ég er ABBA-hólisti. Mér finnst eitthvað alveg dásamlegt við þessa sænsku gleðispengju- hljómsveit, með öllum sínum skrítnu búningum, tónlistar- myndböndum og ávanabindandi melódíum. Þannig að tónlistin dug- ar alveg til að skemmta mér. Í myndinni birtast nokkur af þeim lögum sem hljómuðu í fyrri mynd- inni til viðbótar við ný lög. Við fáum að hlýða á þekkta slagara eins og „Fernando“, „Knowing Me, Know- ing You“ og „Waterloo“ en einnig lög sem heyrast sjaldnar eins og „Andante, Andante“ og „When I Kissed the Teacher“. Lögin fléttast misvel saman við framvinduna, stundum passa þau vel við en stund- um þarf leggja talverða vinnu í láta lögin vera viðeigandi. Talsvert af samtölunum í myndinni fer beinlínis í það að umorða það sem segir í texta tiltekins lags og svo er talið í lagið. Fyndnasta dæmið um þegar reynt er að láta lagið virka í sögunni er líklega þegar yngri Donna og yngri Harry taka „Waterloo“ á frönskum veitingastað þar sem allir þjónarnir eru klæddir eins og Napóleon. Sagan í fyrri myndinni var meira krassandi en í þessari, hér er fléttan nokkuð borðleggjandi og það gerist svo sem ekkert voðalega mikið. Handritið er samt sem áður þétt, spennuatriðum og grínatriðum er snyrtilega raðað í kringum söng- atriðin til þess að sjá til þess að manni leiðist ekki í eina sekúndu. Þessi nýja mynd er að mörgu leyti betri en sú fyrri. Það er til dæmis mjög gaman hvað þessi mynd er meðvituð um ABBA sem fyrirbæri, sem birtist einna helst í skraut- legum búningunum sem skjóta upp kollinum trekk í trekk. Benny And- erson á líka laumuhlutverk í mynd- inni, áhorfendur geta skemmt sér við að finna hann. Þá er myndin líka fyndnari en sú fyrri og fyndustu at- riðin innihalda þær Tönyu og Rosie sem eru ógurlega skemmtilegar. Söngleikurinn er einstakt list- og skemmtanaform sem fólk ýmist elskar eða hatar. Það sama má segja um ABBA, það er hljómsveit sem fólk elskar eða hatar. Upp- skriftin af vel lukkuðum söngleik er að sjálfsögðu góð tónlist og skemmtileg saga en ekki síst að hann taki sig ekki of alvarl0ega, sem Mamma Mia! Here We Go Again gerir svo sannarlega ekki. Það sem fólk vill fá út úr söng- leiknum er taumlaus gleði og þess vegna gengur Mamma Mia upp, þarna er sköpuð einkar aðlaðandi og ánægjuleg fantasía. Fólk tengir líka við myndina af því í henni birt- ist fullorðið, „venjulegt“ fólk sem hagar sér eins og vitleysingar, syngur og dansar á litríkri sólar- strönd. Algjör draumur. Íslendingar hafa gengist fant- asíunni í Mamma Mia á band og ég þykist viss um að fólk muni flykkj- ast í bíó á nýju myndina. Þetta er auðvitað fremur kjánaleg mynd, væmin og sykursæt, en hún er skemmtileg, hvort sem manni líkar betur eða verr. Í Mamma Mia! Here We Go Again er ABBA-aðdáendum boðið upp á ómótstæðilega skemmt- un, svo ég vitni í söngvaskáldin knáu: „My, my, how can I resist you?“ Ómótstæðileg Mamma Mia! Here We Go Again er ómótstæðileg skemmtun fyrir aðdáendur ABBA. Smárabíó, Sambíóin Kringlunni, Egilshöll, Háskólabíó og Laug- arásbíó Mamma Mia! Here We Go Again bbbbn Leikstjórn og handrit: Ol Parker. Kvik- myndataka: Robert Yeoman. Klipping: Peter Lambert. Aðalhlutverk: Amanda Seyfried, Lily James, Cher, Julie Wal- ters, Jeremy Irvine, Josh Dylan, Hugh Skinner, Jessica Keenan Wynn, Alexa Davies, Christine Baranski, Pierce Brosnan, Colin Firth, Stellan Skarsgård. 114 mín. Bandaríkin, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Móðursjúk þjóð! Hljómsveitin Umbra Ensemble kemur fram á KÍTÓN-tónleikum í Hannesarholti í kvöld kl. 20 og bera þeir yfirskriftina Úr myrkrinu / from darkness. Umbra Ensemble flytur á tón- leikunum nýja og forna tónlist í eig- in útsetningum og „leiðir áheyr- endur inn í dulúð fornrar tónlistar frá ýmsum löndum, Íslandi, Finn- landi, Englandi, Þýskalandi, Spáni og Katalóníu“, eins og því er lýst í tilkynningu. Þar segir að draugar, vosbúð, kuldi og myrkur hafi verið vinsælt yrkisefni íslenskra þjóðlaga en það er e.t.v. í stíl við þjóðarsálina og dvöl á einangraðri eyju. „Myrkr- ið í evrópskri miðaldatónlist birtist fremur í ofuráherslu á mannlega þjáningu, syndina og breyskleika mannsins. Í allri þessari tónlist er samt heillandi fegurð og frumleiki sem á erindi við nútímann,“ segir þar og að allar útsetningar á tón- leikunum séu eftir Umbru. Umbra Ensemble var stofnuð haustið 2014 og er skipuð fjórum atvinnutónlistarkonum; Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Miðasala fer fram á tix.is. Draugar, vosbúð, kuldi og myrkur Umbra Ensemble Var stofnuð 2014 af fjórum atvinnutónlistarkonum. S i g n · Fo r n u b ú ð i r 1 2 · H a f n a r f i r ð i · s i g n @ s i g n . i s · S : 5 5 5 0 8 0 0 W W W. S I G N . I S ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.