Jökull


Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 70

Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 70
Society report Upp Grímsfjall Ari Trausti Guðmundsson Flétturima 4, 112 Reykjavík; aritrausti@lh.is Sumarið eftir Gjálpargosið 1996 var töluvert um að vera á Vatnajökli. Auk hefðbundinna vorverka Jökla- rannsóknafélagsins voru jarðvísindamenn uppteknir við að afla gagna á gosstöðvunum og víðar. Í hópi með þeim var Snævarr Guðmundsson ÍSALP-félagi, höfundur bókar um Öræfajökul og prýðilegur klifrari. Mig bar að í júní ásamt nokkrum félögum þar sem við vorum að afla efnis í sjónvarpsmynd um Vatnajökul. Hennar dapurlega saga verður ekki sögð hér. Á íshellu Grímsvatna bar fundum okkar Snævarrs saman. Kom í ljós að báðir höfðum við oft og mörg- um sinnum rennt hýru auga til ís- og snjóleiða upp úr Grímsvötnum á slóðum Gríðarhorns. Ýmist hafði ekki unnist tími til athafna eða þá að við vorum ekki með vönum klifrurum. Við ákváðum þarna að gæfist tími til, myndum við skoða svo sem eins og eina rispu saman, upp norðanvert Grímsfjall. Svo kom að því, eftir nokkra vinnudaga, að minn hópur ákvað að halda af jökli um hádegi næsta dag. Þá varð til vök í tímanum og þar sem Snævarr var einmitt staddur á fjallinu, lögðum við á það ráð að taka snjósleða traustataki snemma morguninn eftir og aka niður fyrir fjall til að velja úr skammlausa klifur- leið. Hana fundum við í köldu en prýðisgóðu, kyrru veðri, rétt austan við hæstu hamra Gríðarhorns. Ekki var útbúnaðurinn upp á það besta. Báðir vorum við þó á góðummannbroddummeð belti og nothæfa línu. Ég hafði aðeins tekið með eina, of langa títanísöxi en Snævarr þó tvær stuttar. Úr því bætti ég með því að fá forngrip lánaðan hjá Önnu Líndal; af fyrstu kynslóð stuttra ísaxa með plastskafti (Stubai-Manaslu). Að- eins Snævarr var með fáeinar ísskrúfur. Frá sleðanum gengum við upp hjarnbrekku sem sveigist upp að hömrum Grímsfjalls. Varð úr að Snævarr leiddi þær fjórar spannir sem leiðin reynist vera eftir það. Sú fyrsta var létt hallabrölt að klettum. Þá tók við hliðrun til hægri upp úr hjarnhvilft og svo nokkur létt íshöft með snjófláum ámilli. Þriðja spönn- in var fallegust; milli 50 og 70Æbrattir, harðir hjarn- og ísbunkar. Ísturnar við hamrana til hægri (til vesturs) og klettar takmörkuðu útsýnið út eftir fjallinu en vítt sást um Vötnin sjálf og langt út yfir jökul. Manni þótti býsna hátt niður á íshelluna og jaðarsprungur hennar. Grafarkyrrðin var einungis rofin af ísruski Snævarrs og hringli í járnavöru. Klifrið gekk vel en sem bet- ur fer sá Snævarr, og heldur enginn annar, ekki mikið til hve óhönduglega mér stundum gekk að nota löngu jöklagönguöxina með allt of stuttum feta til brattklif- urs. En ánægjan var mikil þrátt fyrir það. Fjórða spönnin reyndist með á að giska 50– 60Æhalla, aðallega í hjarni, og þurfti að hliðra til vinstri í átt að svolitlum hrauk undir hengjunni sem skreytti brúnir. Hana afgreiddi Snævarr með bravúr og greftri og fann sér sæti rétt ofan við brúnina þar (u.þ.b. beint niður frá skálanum) til þess að tryggja mig upp síðustu metratugina. Allt tókst það bærilega nema hvað ég braut stórt stykki úr snjóbríkinni við uppgönguna þar. Það lenti í fanginu, allt of þungt, svo tók í línuna. Uppi biðu Anna Líndal og Magnús Tumi fagnandi, ásamt Snævarri, og gátum við þar tekist í hendur að fjallasið og þakkað hvor öðrum fyrir sam- ferðina. Hún tók rúmar 2 klst. Líklega má meta leiðina sem rétt um það bil með- alerfiða ís- og snjóleið, nokkuð langa eða um 150–200 m, auk aðkomunnar. Við höfðum báðir skilið mynda- vélar eftir, af hreinu hugsunarleysi. Félagar mínir höfðu aftur á móti ekið niður í hefðbundnu leiðina of- an af Grímsfjalli og Valdimar Leifsson náð þar 2–3 fjarmyndum af okkur. Eru það einu myndirnar sem til eru af þessu morgungamni, en finnast því miður ekki. 68 JÖKULL No. 52, 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.