Jökull


Jökull - 01.07.2003, Síða 80

Jökull - 01.07.2003, Síða 80
Steinunn S. Jakobsdóttir unar og Raunvísindastofnunar á Tungnaárjökli og Brúarjökli. 10. Gerðar voru íssjármælingar á svæði norðan Esju- fjalla. 11. Hveradalurinn í Kverkfjöllum og Gengissigið voru kortlögð með DGPS og staðsetningar helstu hvera í Hveradalnum mældar. Gengissigið var í þetta sinn undir þykkum lagnaðarís og snjóþekja ofan á honum. Auk ofangreindra rannsóknarverkefna var borin fúavörn á öll húsin á Grímsfjalli og smíðaður var pall- ur við suðurgaflKverkfjallaskála. Gerir pallurinn hús- ið þægilegra fyrir gesti sem þangað koma. Landsvirkjun lagði fram sleðahýsi og snjóbíl sinn með bílstjóra. Vegagerðin styrkti félagið til eldsneytiskaupa og flutninga. Hjálparsveit Skáta í Reykjavík lagði félaginu lið við flutninga að og frá jökli. Þessi aðstoð er félaginu mikilvæg og hana ber að þakka. Ferðin 2001 var 48. vorferð JÖRFÍ. Einnig voru 45 ár liðin frá fjórðu vorferð félagsins, sem farin var í júní 1956. Sú ferð var fyrir margra hluta sakir merki- leg. Sett voru upp landmælingamerki á marga helstu tinda Vatnajökuls og síðast en ekki síst var hún brúð- kaupsferð Huldu Filippusdóttur og Árna Kjartansson- ar. Í þeirri ferð lá leiðin um skeifulaga bungu sunnan til við Kverkfjöll. Hlaut hún nafnið Brúðarbunga og varð þannig minnisvarði um þessa fyrstu brúðkaups- ferð á Vatnajökul. Í ferðinni nú var einnig farið um Brúðarbungu í Kverkfjöll. En það sem meira var um vert, Árni og Hulda voru með í ferðinni eins og fyrir 45 árum. Nú eru þau bæði heiðursfélagar Jöklarann- sóknafélagsins. Einnig voru með í för heiðursfélag- arnir Ingibjörg Árnadóttir (sem líka var með 1956) og Ólafur Nielsen. Tryggð gamalla félaga við JÖRFÍ er félaginu dýrmæt. Haustferð Haustferðin á Vatnajökul var farin um miðjan septem- ber með 9 þátttakendum. Vitjað var um ísskriðs- og afkomustikurnar, sem settar voru upp í vorferð, veður- stöðvar teknar niður og jarðskjálftamælistöð og fleiru sinnt fyrir veturinn. Sporðamælingar Jöklamælingamenn vitjuðu jökulsporða á 51 stað haustið 2001. Af þeim hopuðu 44 jökulsporðar, 1 gekk fram en 6 stóðu í stað. Eins og í fyrra var Leiru- fjarðarjökull sá eini, sem færðist fram, nú sjöunda árið í röð. Þeir sem mældust kyrrstæðir voru allir að lækka og eyðast á bak við aurklæddan sporðinn nema ef til vill Grímslandsjökull sem var á kafi í snjó í haust. Úr- koma veturinn 2000/2001 fyrir norðan og austan var drjúg en lítil annars staðar á landinu. Sömuleiðis var sumarið ekki tiltakanlega hlýtt og raunar svalt fram- an af fyrir norðan og á Austurlandi. Haustið var hins vegar hlýtt alls staðar. Gera má ráð fyrir að jöklar hafi dafnað á Vestfjörðum, á Norðurlandi og fyrir austan en rýrnað víðast hvar annars staðar árið 2001. Nú hef- ur víða eyðst af jöklum það sem þeir gengu fram á kuldatímabilinu sem hófst á hafísárunum á 7. áratug síðustu aldar. Meðal þeirra jökla sem standa aftar nú en nokkru sinni fyrr síðan mælingar hófust eru Naut- hagajökull, Skeiðarárjökull austanverður, Skaftafells- jökull, Falljökull, Kvíárjökull, Fjallsjökull, Fláajökull og jöklarnir í Hornafirði. Breiðamerkurjökull hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra jökla því að hann er sá eini sem hefur hopað án afláts alla 20. öldina og ekki sýnt nein merki þess að vilja stækka á köldu ár- unum. Afkomumælingar Gerðar voru afkomumælingar víðs vegar um Vatna- jökul og á Langjökli á vegum Landsvirkjunar og Raunvísindastofnunar Háskólans. Hluti mælinganna á vestanverðumVatnajökli var unninn í ferðum félags- ins. Orkustofnun fylgdist með afkomu á Hofsjökli og Þrándarjökli. Veðurathuganir á Vatnajökli Landsvirkjun og Raunvísindastofnun ráku sem fyrr veðurstöðvar á Vatnajökli yfir sumartímann. Þetta er gert samhliða afkomumælingunum til að tengja sam- an veðurþætti og leysingar. Háskólinn í Utrecht í Hollandi sér um sams konar mælingar á Breiðamerk- urjökli. Borleiðangur á Langjökul Í júlí var gerður helgarleiðangur á Langjökul til að prófa ískjarnabor, sem Þorsteinn Þorsteinsson fékk að 78 JÖKULL No. 52, 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.