Jökull


Jökull - 01.07.2003, Side 82

Jökull - 01.07.2003, Side 82
Steinunn S. Jakobsdóttir Í október hófst svo smíði Esjufjallaskála og fer sú smíði fram í portinu hjá trésmiðjunni Brim í Hafnar- firði. Var skálinn gerður fokheldur, hann glerjaður og þiljaður að innan fyrir árshátíð. Var hann síðan hafð- ur til sýnis þann eftirmiðdag. Smíði innréttinga er nú í gangi og á skálinn að vera tilbúinn um páskaleit- ið, en til stendur að koma honum á sinn stað helgina 5.–6. apríl. Húsið er mjög svipað gamla skálanum, nema hvað forstofan er nokkuð stærri og mun því nýt- ast betur. Kostnaður við byggingu nýja Esjufjallaskál- ans greiðist af tryggingarfénu, sem fékkst fyrir gamla skálann. BÍLAMÁL Bíll félagsins hefur verið notaður til þungaflutninga í ferðum félagsins og í borleiðangri á Langjökul. Nokk- ur viðhaldsvinna hefur verið við bílinn, en á árinu fékkst loks ákjósanlegt húsnæði til leigu, þar sem bíll- inn er geymdur og aðstaða er til að gera við hann. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð félagsins var haldin í Fáksheimilinu þann 17. nóvember og heppnaðist vel. Hljómsveitin Tvennir tímar hélt uppi fjöri fram eftir nóttu. Mæting var þó frekar dræm eða um 50 manns. LOKAORÐ Þetta fyrsta ár á nýrri öld leið stórátakalaust við hefð- bundin störf hjá Jöklafélaginu. Árið einkenndist þó kannski einna helst af auknum rannsóknum á stóru jöklunum utan Vatnajökuls og er þá vísað til mælinga- leiðangurs á Mýrdalsjökul og borana í Hofsjökul og Langjökul. Eins er það kannski táknrænt nú á tím- um hörfandi jökla á Íslandi, að Suðurheimskautsdeild félagsins stækkar ár frá ári, en þegar þetta er skrifað eru bæði formaður félagsins og formaður skálanefnd- ar staddir á Suðurheimskautssvæðinu. En þó jöklar fari minnkandi berast stjórninni reglulega nýjar um- sóknir um aðild að félaginu og er það ekki minnst að þakka nýju heimasíðunni, sem auðveldar fólki aðgang að upplýsingum og aðgengi að félaginu. Steinunn S. Jakobsdóttir, ssj@vedur.is 80 JÖKULL No. 52, 2003

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.