Jökull - 01.01.2015, Síða 92
Bergur Einarsson og Oddur Sigurðsson
andi vandamál alla góðviðrisdaga og flugnanet alger
nauðsyn, sé farið út úr húsi eða farartæki og sjáist ein-
hverstaðar í bera húð, eru stungur og mjög svo óþægi-
leg vessandi þykkildi örugg afleiðing. ... Talandi um
snjó, Skjaldfönnin er bústin, þykk og víðáttumikil svo
og skaflar nær óslitið með allri fjallsbrúninni og þarf
marga snjólétta vetur og hlý og löng sumur til að vinna
á þessum fyrningum.“
Reykjarfjarðarjökull – Snjólög voru önnur austan-
megin Drangajökuls og Reykjafjarðarjökull hopar líkt
og undanfarin ár. Samkvæmt lýsingum Þrastar Jó-
hannessonar þá er sporðurinn að gefa eftir:
„...orðinn flatari en áður og aðeins eru sprungur
næst útfallinu á jökulánni. Hopið mælist 25 m frá
05.8.2013. Enginn vetrarsnjór var við sporðinn og
mjög lítill snjór eftir í fjöllum fyrir norðan. Að vísu
var ég um mánuði seinna á ferðinni nú en síðustu ár-
in en einnig var snjólétt á ströndum austan við Horn
síðasta vetur.“
Þröstur hefur svo eftir föðurbróður sínum Ragnari
Jakobssyni sem var í Reykjafirði frá því í lok maí til
loka júlí:
„Óvenju léttur vetur austan við Horn. Vantaði
alla kunnuglega skafla á láglendi í Reykjafirði er hann
kom í maí, óvenjulegt segir hann. Hitastigið í sumar
líklega 2◦C heitara en venjulega, gott vor og júní góð-
ur. Í byrjun júlí gerði haustgarð, NA storm og rigningu
í tæpa viku. Jökuláin yfir meðallagi eða eðlileg og óx
aldrei til vandræða.“
Norðurlandsjöklar
Gljúfurárjökull – Mikill snjór var í Skíðadal veturinn
2013–14. Kristján E. Hjartarson, Steinar Steingríms-
son og Baldur Þórarinsson gátu því ekki mælt stöðu
sporðsins nákvæmlega en þeir meta það svo að eng-
inn breyting hafi verið á sporðinum milli ára í þetta
skiptið.
Búrfellsjökull – Farið var frekar seint til mælinga á
Búrfellsjökli þetta haustið. Mikill snjór var því kom-
inn við jaðar jökulsins og erfitt að áætla stöðu sporðs-
ins.
Grímslandsjökull – Líkt og undanfarin ár var ekki
hægt að mæla sporðinn vegna snjóa.
Kirkjujökull í austanverðum Langjökli haustið 2014. Jökulkembur sem snjó hefur skafið í eru áberandi framan
við jökulinn vinstra megin á myndinni. – Kirkjujökull outlet glacier from the Langjökull icecap in the autumn
of 2014. Noticeable glacier flutings/flutes are observed in front of the glacier to the left on the photograph, due
to higher snowdrift there. Ljósm./Photo: Benedikt Þ. Gröndal, 3. nóvember 2014.
92 JÖKULL No. 65, 2015