Jökull


Jökull - 01.01.2015, Blaðsíða 93

Jökull - 01.01.2015, Blaðsíða 93
Jöklabreytingar 2013–2014 Langjökull Geitlandsjökull – Samkvæmt skýrslu Bjarna Krist- inssonar hefur jökulsporðurinn verið að hopa niður brekku undanfarin ár. Landinu sem kom undan jökli í ár hallar aftur á móti upp að jöklinum svo að nú hopar hann upp brekku. Ekki var komist til mælinga á Hagafellsjöklum eystri og vestari. Hofsjökull Nauthagajökull – Hermann Leifsson sá um mælingar fyrir Leif Jónsson haustið 2014 en samkvæmt skýrslu þeirra þá hefur jökulinn aldrei verið blakkari. Múlajökull suður – Líkt og fyrir Nauthagajökul þá lýsa Hermann og Leifur jöklinum sem blökkum og sléttum sem jökulsorfinni klöpp. Sporðurinn gengur fláandi fram í sístækkandi lónið og erfitt að staðsetja jaðarinn nákvæmlega. Sporðurinn verkar þunnur og hugsanlega á floti. Sátujökull við Eyfirðingahóla – Samkvæmt skýrslu Braga Skúlasonar voru aðstæður til mælinga ekki upp á það besta, SV strekkingur og lofthiti -6 til -7◦C. Kominn var þó nokkur snjór en samt snjólítið á jökulj- aðri. Bragi tekur einnig fram að eins og oft áður hafi ekki verið gott að ákveða eiginlegan jökuljaðar vegna malardreifar. Sátujökull á Lambahrauni – Jökullinn sléttur en grár yfir að líta samkvæmt skýrslu Braga Skúlasonar. Mýrdalsjökull Sólheimajökull – Í fyrra var austurtunga jökulsins sem lá með Jökulhaus sunnanverðum alveg horfin. Sam- kvæmt veglegri mæliskýrslu Einars Gunnlaugsson- ar og Hildigunnar Þorsteinsdóttur rennur ekkert vatn lengur frá jöklinum niður í dalinn sunnan við Jökul- hausinn og streymir það nú allt meðfram og undir Sól- heimajökul norðan Jökulhaussins. Kötlujökull – er hulin þykku öskulagi við sporðinn. Öskulagið einangrar jökulísinn og hindrar bráðnun. Engin breyting mælist í ár en jökulsporðurinn rís mjög brattur upp og er nánast lóðréttur á köflum. Torfajökull Samkvæmt skýrslu Hálfdánar Ágústssonar varð ekki komist að Torfajökli sunnanverðum í ár, en mælt var við norðurjaðar jökulsins. Leitast verður við að fara að suðurjaðri Torfajökuls á næsta ári og svo að lág- marki annað hvert ár, til skiptis milli ára, til mælinga við suður- og norðurjaðar jökulsins. Vatnajökull Skeiðarárjökull vestur – Samkvæmt skýrslu Hannesar Jónssonar haustið 2014 vantar varla nema árið uppá að Súla flytji í Gýgjukvísl. Hannes segir haftið sem stemmir af suður varla mikið yfir 100 m langt og 10 til 15 m hátt. Nú haustið 2015 bárust Oddi Sigurðs- syni svo fréttir frá Hannesi um að Súla sé að mestu komin í Gýgjukvísl. Skeiðarárjökull austur – Mælingar allar gerðar með fjarlægðarkíki yfir lón samkvæmt skýrslum Ragnars Franks Kristjánssonar. Morsárjökull – Samkvæmt lýsingum Ragnars Franks Kristjánssonar hefur jökulinn rýrnað en mikið er af „dauðum“ ís fyrir framan jökulinn, svo erfitt er að greina sjálfan jökulinn frá „dauða“ ísnum. Ekkert lón framan við jökulinn að norðvestanverðu. Öræfajökull Svínafellsjökull – Framskrið mælist á öðrum af tveim- ur mælistöðum við Svínafellsjökul. Í skýrslu Svövu Bjarkar Þorláksdóttur segir: „Litlar breytingar frá fyrra ári. Jökulsporðurinn lægri en í fyrra og virð- ist vera að þynnast þótt svo sporðurinn hreyfist lítið.“ Við hinn mælistaðinn, við Hafrafell, mælist 65 m hop á tveimur árum og því ljóst að Svínafellsjökull er að rýrna eins og aðrir jöklar. Við Hafrafell gengur jökull- inn fram í lón og í mæliskýrslu segir: „Nýlega hafði hlaupið úr lóninu þar sem ísjakar stóðu þar á þurru landi. Heimamenn segja frá miklu vatni í Svínafellsá nýlega – en þá voru líka hlýindi.“ Falljökull – Töluverðar breytingar eru á svæðinu við sporð jökulsins frá ári til árs samkvæmt lýsingum Svövu í skýrslu. Aurborinn hluti sporðsins (austar) virðist enn hopa í samræmi við hvítan sporðenda vestar. Snævarr Guðmundsson gekk jaðar Fjallsjökuls með GPS tæki og hnitaði jaðar Kvíárjökuls og Hrútárjökuls af Landsat gervihnattamyndum. Þess- ar mælingar eru mun víðtækari heldur en hefð- bundnar sporðamælingar á stökum mælilínum þvert á sporðinn. Það er þó mikilvægt að halda samfellu á milli þessara mæliaðferða og fyrri mælinga á stökum JÖKULL No. 65, 2015 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.