Jökull - 01.01.2015, Page 98
Snævarr Guðmundsson og fl.
1. mynd. Hoffellsjökull og fjalllendið austan hans, á Landsat 8 gervitunglamynd frá 2014. Helstu dragár eru
sýndar með gulum línum og vatnasvið Gjávatns (blá umgjörð). – Landsat 8 satellite image from 2014 showing
Hoffellsjökull, an outlet glacier of Vatnajökull, SE-Iceland, and adjoining mountain region. Blue dotted line
marks the drainage basin of the Gjávatn lagoon and yellow lines primary rivers supplying water to Gjávatn.
arfljótum. Þrúðmar Þrúðmarsson í Hoffelli (munnleg
heimild, 21. janúar 2016), sem á daglega leið að lón-
inu framan við Hoffellsjökul, segist ekki hafa orðið
þess var að aukist hafi í því á þessu skeiði.
Þann 10. október má sjá að töluvert vatn var í
Gjávatni (3. mynd) og gæti hafa verið stutt í að það
hlypi og lónið tæmdist. Á ferð inn í Hoffellsnúpa,
þann 22. nóvember 2015 tóku Anna Lilja Ragnars-
dóttir og Sveinn Rúnar Ragnarsson, frá Akurnesi í
Nesjum, eftir því að Gjávatn var horfið og lítið vatn
eftir í Múlavatni, samanborið við stærð þeirra um
miðjan október (4. og 5. mynd). Árfarvegir Múlaár,
Vesturgjár og Austurgjár báru auk þess merki um að
talsvert hafði grafist úr bökkum. Jakar og ísbrot í lón-
stæðum og affallskvísl Gjávatns meðfram Stórahnaus
bentu jafnframt til þess að töluvert umrót hafði átt sér
stað við jökulinn. Anna Lilja var einnig á Stórahnaus
þann 14. nóvember og af myndum frá þeim degi að
dæma hafði hlaupið þegar átt sér stað, þó ekki sjáist
vel til Gjávatns (6. mynd). Lónstæðið er mun lægra en
farvegur kvíslarinnar (3. og 4. mynd), sem má reyndar
líkja við yfirfall. Því hefur vatnið orðið að leita undir
jökulinn. Jakabrot eru strönduð í farveginum þar sem
dálítil vík hafði myndast í lónið.
Á Landsat 8 gervitunglamynd, frá 12. nóvember
2015 og ljósmyndum af vettvangi sést að farvegir fyrr-
greindra áa hafa víða grafist og dýpkað umtalsvert
nærri Gjávatni. Á kvíslóttri áreyri næst lónstæði Gjá-
vatns, hefur grafist nálægt 10 m djúp rás (7. mynd).
Jakar í farvegi affallskvíslar meðfram jöklinum sýna
98 JÖKULL No. 65, 2015