Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2015, Qupperneq 103

Jökull - 01.01.2015, Qupperneq 103
Society report Kynningarferð með styrkþega Norrænu eldfjallastöðvarinnar sumarið 1974 Halldór Ólafsson Suðurbraut 2, 220 Hafnarfjörður, hallo@hi.is Norræna eldfjallastöðin var sett á laggirnar á haust- dögum 1973 með fámennu starfsliði. Um sumar- ið hafði dr. Guðmundur Ernir Sigvaldason jarðefna- fræðingur verið ráðinn forstöðumaður, en hann var þá starfandi í Mið-Ameríku á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Þetta sumar voru fengnir tveir ungir jarðfræð- ingar, Páll Imsland og Guðbjartur Kristófersson, til að safna bergsýnum af hálendi Íslands sem nokkurs- konar undirstöðu fyrir væntanlegar rannsóknir. Guð- mundur kom til starfa í október en Halldór Ólafsson rennismiður var ráðinn tæknimaður 1. nóvember. Um svipað leyti var Níels Óskarsson trésmiður ráðinn til starfa, en hann hafði áður verið ráðinn tæknimaður til Raunvísindastofnunar Háskólans og búinn að vinna þar nokkur ár undir handleiðslu Guðmundar Sigvalda- sonar. Það var svo ekki fyrr en 10. október 1974 sem Norræna eldfjallastöðin var opnuð formlega með full- skipuðu starfsliði og styrkþegum. Fyrstu erlendu styrkþegarnir komu til landsins í byrjun júní 1974 fyrir utan Ellen Sigmond sem kom með manni sínum, Guðmundi Sigvaldasyni, haustið 1973. Fljótlega eftir að erlendu styrkþegarnir voru búnir að koma sér fyrir, var hafist handa við und- irbúning ferðar til kynningar á jarðfræði Íslands og þar með væntanlegum starfvettvangi þeirra að hluta til. Haustið 1973 hafði verið keyptur langur Land- Rover jeppi fyrir starfsemi stofnunarinnar og skyldi hann notaður í ferðalagið ásamt rússajeppa sem Raun- vísindastofnun Háskólans léði til fararinnar. Jeppa Raunvísindastofnunar ók nýráðinn tæknimaður henn- ar, Ævar Jóhannesson trésmiður, ljósmyndari og sjálf- menntaður rafeindafræðingur. Aðrir þátttakendur í þessari fyrstu kynningarferð stofnunarinnar voru Guð- mundur forstöðumaður, Karl Grönvold jarðfræðingur og sérfræðingur á stofnuninni, Níels Óskarsson tækni- maður, nemi í jarðfræði og styrkþegarnir Ellen Sig- mond og Tore Prestvik frá Noregi, Jörgen G. Larsen frá Danmörku og Íslendingurinn Páll Imsland. Svíinn Karlsson, sem var gestkomandi á stofnuninni, kom einnig með ásamt Jan Kribek jarðfræðingi frá Tékkó- slóvakíu, en hann hafði fengið starfsaðstöðu hjá Nor- rænu eldfjallastöðinni. Halldór var ökumaður á stofn- unarbílnum. Ákveðið var að fara hringveginn austur og um nýju brýrnar á Skeiðarársandi þó ekki væri búið að opna þær formlega. Síðan var meiningin að fara allan hringveginn með smá útúrdúrum og taka stóran krók suður til Kverkfjalla. Lagt var af stað kl.10 árdegis þriðjudaginn 18. júní frá Atvinnudeildarhúsi Háskól- ans sem nú hafði hlotið nafnið „Jarðfræðahús Háskóla Íslands“ eftir gagngerar lagfæringar. Veður var heldur þungbúið og gekk á með þéttum skúrum meðan ekið var austur á bóginn. Fyrsta var stoppað við Trölla- bolla í hrauninu skammt vestan Lækjarbotna. Þetta eru hraundrýli (hornitos) sem myndast þegar gas brýst upp í gegnum nýrunnið hraun. Síðan var stansað í Hveragerði og beðið eftir gosi í Grýtu áður en hald- ið var af stað að nýju. Við Seljalandsfoss var tekið upp nesti og síðan var umhverfið skoðað og myndað af miklum móð. Ekki varð farið framhjá Skógafossi án þess að hann væri einnig skoðaður og myndaður. Við eystri sporð Hólmsárbrúar var dvalið alllengi til að skoða fallegt öskulagasnið sem er með óvenju mörg- um gjóskulögum. Komið var að kvöldmat þegar rennt var í hlað á Kirkjubæjarklaustri þar sem sest var að snæðingi á hótelinu. Að lokinni góðri máltið var hald- ið rakleitt austur í Öræfi en er austur fyrir Lómagnúp kom, var ekið inn í steypiregn í stafalogni, sem varði JÖKULL No. 65, 2015 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.