Fréttablaðið - 27.10.2018, Page 22

Fréttablaðið - 27.10.2018, Page 22
Sólveig með butternut grasker sem hún notar sem uppistöðu í súpuna. Fréttablaðið/Ernir Sálumessa Óhætt er að mæla með Sálu­ messu, ljóðabók Gerðar Kristnýjar. Sálumessa flytur bæn þeirra sem lifa um að sál hins látna megi bjargast og í ljóðabálk Gerðar Krist­ nýjar er sungin messa yfir konu sem féll fyrir eigin hendi svo þjáning hennar og líf fái ekki að gleymast. Kóresk áhrif Brönsseðillinn á Prikinu er um þessar mundir markaður af sam­ bræðingi kóreska götueldhússins KORE við hið ameríska diner eldhús Priksins. Fréttablaðið mælir sérstaklega með að byrja daginn á amerískum pönnukökum með kóreskum áhrifum: egg, beikon, spæsí síróp og djúpsteiktur kjúklingur. Um helgina Bráðsmellnir þættir Netflix hittir í mark með nýjum og smellnum matreiðslu­ þætti í anda hrekkja­ vöku. The Curious Creations of Christine McConnell. Brúður taka þátt í matargerðinni og út­ koman er skemmti­ legt áhorf fyrir alla fjölskylduna. Kerling inn við beinið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur undanfarið tekið upp kennslumyndbönd í einfaldri matargerð og sýnt á vef sínum kvennabladid.is. Þættirnir kallast Kerling inn við beinið eru einstaklega skemmti­ legir og hlýlegir. Þeir eru teknir upp á heimili hennar og heimilisfólki og ketti bregður fyrir. Steinunn Ólína hefur nú þegar birt kennslu í að laga ýsu í raspi með kartöflum og grjónagraut og jafnvel þeir reyndustu geta lært eitthvað spánnýtt í matar­ gerðinni. Maneater Hall and Oates thriller Michael Jackson Monster Mash Bobby Pickett allt sem ég sé Írafár Ghosttown The Specials i Put a Spell On You Screamin’ Jay Hawkins Don’t Fear the reaper Blue Oyster Cult Pyramid Song Radiohead red right Hand Nick Cave & The Bad Seeds riders in the Sky Johnny Cash Pet Cemetary Ramones i Don’t Wanna Go Down to the basement Ramones Halloween theme John Carpenter brúðarlagið Todmobile bat Out of Hell Meat Loaf Halloween Misfits Meet The Nutley Brass Lagalisti fyrir hrekkjavökupartí Graskerssúpa Sollu 1 msk. kókosolía 1 laukur, hakkaður 3­4 hvítlauksrif, pressuð 1 msk. engiferskot 1 tsk. madras karrí 1 tsk. túrmerik 500 g grasker, niðurskorið 1 ½ dl rauðar linsur 1 l vatn 1 ½ msk. grænmetiskraftur 1 tsk. sjávarsalt 1 msk. sítrónusafi 25 g kóríander Setjið kókosolíuna í pott ásamt lauk, hvítlauk, engifer, karrí, túr- merik og graskeri og mýkið í 2 mínútur. Bætið svo linsum, vatni, græn- metiskrafti og salti út í og sjóðið í 15 - 20 mínútur, eða bara þar til graskerið og linsurnar eru soðnar. Bætið sítrónusafanum við og kælið örlítið áður en þið skellið öllu í matvinnsluvélina (eða góðan blandara) og maukið í silkimjúka súpu. Hakkið kóríanderinn og hrærið út í. Kasjúrjómi 2 dl kasjúhnetur, leggið í bleyti í 2 klst. 2 dl vatn 1 tsk. sítrónusafi ½ ­ 1 msk. hlynsíróp 1 vorlaukur Sjávarsalt á hnífsoddi Hellið vatninu af hnetunum. Setjið 2 dl af nýju vatni í blandar- ann ásamt hnetunum, sítrónu- safa, hlynsírópi, vorlauk og salti. Blandið þar til silkimjúkt. Hellið súpunni í skálar og setjið nokkrar matskeiðar af kasjú- rjóma út í hverja skál, skreytið með kóríander og vorlauk. Síðustu ár hafa margir Íslendingar tekið þátt í hrekkjavöku og valið sér grasker sem síðan eru fagurlega skorin út fyrir hrekkjavöku. Sólveig bend- ir á að það er hægt að nýta innihald- ið, steikja fræin og borða. „Kjötið“ sé hægt að sjóða og nota í súpur, pæ og alls kyns grænmetisrétti. Hrekkjavöku halda sífellt fleiri hátíðlega. Hún verður þann 31. október næst- komandi og margir skera út grasker. Sólveig Eiríksdóttir gefur uppskrift að graskerssúpu fyrir þá sem vilja nýta það sem fellur til. Bráðholl graskerssúpa Skáru út í næpur og kartöflur Sá siður að skera út grasker kemur frá Írum sem skáru út næpur og kartöflur og settu ljós inn í. Þeir fluttu hefðina með sér til Bandaríkjanna þar sem tilvalið þótti að nota grasker. Öll fjölskyldan sker út grasker Sigrún Lilliendahl hönnuður og eiginmaður hennar Guð­ mundur Þór Kárason ljósmyndari hafa einstaklega gaman af því að taka þátt í hvers kyns há­ tíðahöldum þar sem reynir á skapandi eiginleika þeirra. „Við skerum alltaf út grasker. Áhuginn á hrekkjavökunni er svo mikill hjá börnunum á heimilinu. Allir vilja taka þátt, líka unglingarnir. Þetta er alltaf frábær samvera og fjölskyldustund á hverju ári. Það er mismunandi hvað við skerum út mörg en í ár voru þau fimm og hver fjölskyldumeðlimur var með sína hönnun og hugmynd. Tinna, 4 ára, hannaði sitt sjálf og fékk svo aðstoð við að skera út. Undanfarin ár höfum við skorið út á vinnustaðnum hans Gumma með öðrum fjölskyldum,“ segir Sigrún frá. 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r22 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð helgin 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -E E 2 C 2 1 3 3 -E C F 0 2 1 3 3 -E B B 4 2 1 3 3 -E A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.