Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 43
BREIÐFIRÐINGUR
41
mér skrifbók, sem hann bjó til úr pappír, strikaði og skrifaði
forskrift; hann setti mér fyrir að skrifa 1 blaðsíðu á dag, meðan
hann var úti við gegningar. En þegar hann kom í bæinn, þá var
það reikningurinn; faðir minn sló þá stundum vefinn, en ég sat
þar nálægt með spjaldið og griffilinn og þótti það ekkert
skemmtilegt. Svo á kvöldin var farið yfir lexíurnar, sem manni
voru settar fyrir. Vanalega voru einhverjir aðkomukrakkar, sem
lærðu með mér, en systkinin mín sem voru heima voru svo
mikið yngri en ég, næst Helga nærri 5 árum yngri. 2 bræðurnir á
milli okkar ólust að nokkru leyti upp annars staðar. Sigmundur
hjá afa sínum á Skarfsstöðum og Egill hjá frænda sínum
Guðmundi á Víghólsstöðum.
Þegar ég var á 12. ári, fékk ég að vera Vi mánuð inn í Hvammi
að læra. Þar bjuggu þá séra Kjartan Helgason, prófastur og frú
Sigríður Jóhannesdóttir. Þeirra heimili var prýðilegt,
fyrirmynd sem allir í sveitinni litu upp til. Þennan vetur var þar
tekinn heimiliskennari, 19 ára stúlka, Maren Pétursdóttir frá
Engey. Hún kenndi prestsbörnunum þremur, sem komin voru
á þann aldur. Unnur var elst, jafngömul mér, svo Elín 10 ára og
Helgi 9 ára. Svo var á skólanum utanbæjartelpa, þennan tíma
sem ég var þar. Fröken Maren var orgelleikari og spilaði í
kirkjunni, hún kenndi Elínu og Helga á orgel um veturinn, svo
að þau gátu spilað við messu seinni hluta vetrarins. Unnur lærði
dönsku.
Það var mjög gaman að læra í þessum hóp, öll kennslan fór
fram með reglu og hógværð. Við lærðum lestur, skrift, réttritun,
reikning, landafræði. (Einu sinni stóð ég mig illa, táraðist niður í
bókina og skammaðist mín hroðalega). Annað hvert kvöld,
þegar prófasturinn hafði tíma til, settist hann inn í stofu hjá
okkur í rökkrinu, og sagði okkur sögur úr Þúsund og einni nótt.
Hitt rökkurkvöldið áttum við að segja hvert öðru sögu og það
gerðum við. Svo fengum við að leika okkur frjáls úti stundum.