Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 43

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 43
BREIÐFIRÐINGUR 41 mér skrifbók, sem hann bjó til úr pappír, strikaði og skrifaði forskrift; hann setti mér fyrir að skrifa 1 blaðsíðu á dag, meðan hann var úti við gegningar. En þegar hann kom í bæinn, þá var það reikningurinn; faðir minn sló þá stundum vefinn, en ég sat þar nálægt með spjaldið og griffilinn og þótti það ekkert skemmtilegt. Svo á kvöldin var farið yfir lexíurnar, sem manni voru settar fyrir. Vanalega voru einhverjir aðkomukrakkar, sem lærðu með mér, en systkinin mín sem voru heima voru svo mikið yngri en ég, næst Helga nærri 5 árum yngri. 2 bræðurnir á milli okkar ólust að nokkru leyti upp annars staðar. Sigmundur hjá afa sínum á Skarfsstöðum og Egill hjá frænda sínum Guðmundi á Víghólsstöðum. Þegar ég var á 12. ári, fékk ég að vera Vi mánuð inn í Hvammi að læra. Þar bjuggu þá séra Kjartan Helgason, prófastur og frú Sigríður Jóhannesdóttir. Þeirra heimili var prýðilegt, fyrirmynd sem allir í sveitinni litu upp til. Þennan vetur var þar tekinn heimiliskennari, 19 ára stúlka, Maren Pétursdóttir frá Engey. Hún kenndi prestsbörnunum þremur, sem komin voru á þann aldur. Unnur var elst, jafngömul mér, svo Elín 10 ára og Helgi 9 ára. Svo var á skólanum utanbæjartelpa, þennan tíma sem ég var þar. Fröken Maren var orgelleikari og spilaði í kirkjunni, hún kenndi Elínu og Helga á orgel um veturinn, svo að þau gátu spilað við messu seinni hluta vetrarins. Unnur lærði dönsku. Það var mjög gaman að læra í þessum hóp, öll kennslan fór fram með reglu og hógværð. Við lærðum lestur, skrift, réttritun, reikning, landafræði. (Einu sinni stóð ég mig illa, táraðist niður í bókina og skammaðist mín hroðalega). Annað hvert kvöld, þegar prófasturinn hafði tíma til, settist hann inn í stofu hjá okkur í rökkrinu, og sagði okkur sögur úr Þúsund og einni nótt. Hitt rökkurkvöldið áttum við að segja hvert öðru sögu og það gerðum við. Svo fengum við að leika okkur frjáls úti stundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.