Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 81

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 81
BREIÐFIRÐINGUR 79 Skoravík vildi hún vera, hún stóð þar djúpum rótum, enda unni hún hinni fögru og oft stórbrotnu íslenzku náttúru og batt tryggð við þá móður, sem hefur alið okkur öll og skilað áfram í þessu lífi, móður jörð, þar er ómetanlegt að geta fundið fegurðina í kyrrð og unaði íslenzkrar náttúru, því þar er líka bezt að komast í snertingu við uppsprettu alls lífs og finna þar þann lífsanda, sem í augum okkar kristinna manna er æðstur á himni og jörð. Ég hygg líka, að snar þáttur í eðlisgerð Kristínar hafi verið trú hennar og sú vitund, að guðleg forsjón væri það afl í þessum heimi, sem hefði allt í sinni almáttugu hendi. Kristín gerði ekki miklar kröfur sjálfri sér til handa, var nægjusöm og þakklát fyrir það, sem fyrir hana var gert. Hún lézt á Landakotsspítala í Reykjavík, 89 ára að aldri, og var jarðsett á Staðarfelli 4. júlí 1980. Þórey Kristín Þorleifsdóttir, Búðardai, andaðist 24. marz 1980. Hún var fædd að Þambárvöllum í Bitru hinn 18. febrúar árið 1902. Voru foreldrar hennar Þorleifur Jónsson, Ólafssonar frá Hornsstöðum og kona hans Elísabet Kristmundsdóttir, Guðmundssonar, frá Þverá í Núpsdal. Þórey ólst upp með foreldrum sínum, ásamt þrem systkinum, á ýmsum stöðum hér í Dölum, einkum þó í Laxárdal og í Saurbæ, til fullorðinsára. Árið 1922, hinn 1. janúar, gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn Árna L. Tómasson frá Lambastöðum. Þau hófu þegar búskap á Lambastöðum og bjuggu þar til ársins 1943, er þau fluttu til Búðardals, þar sem þau áttu heimili æ síðan. Þau bjuggu fyrst í gamla kaupfélagshúsinu í Búðardal, síðan í Vík og mörg síðustu árin í skjóli sonar síns og tengdadóttur í Hvammi. Þau eignuðust tvo syni, Harald í Búðardal og Gunnar, sem þau misstu aðeins 4 ára gamalan. Þórey var um margt sérstæð kona. Á heimili hennar sátu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.