Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 34

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 34
32 BREIÐFIRÐINGUR getgátan um þessi sjaldgæfu augnablik hafi eitthvað við að styðjast. Það var að vorlagi. Eg var rétt nýkominn heim til mín frá Reykjalundi. Það var í morgunsárið, sólfar og vorgolan hæg lék um örstutt stráin. Ég fór útfyrir túnhliðið og að örlítilli lækjarsitru sem bunaði í svolítinn dverghyl. Orfínn úði ýrðist á ofursmáar dýjamosaplöntur á lækjarbakkanum, en morgungeislarnir brotnuðu þar í daggperlum og löðuðu fram alla regnbogans liti í einhverjum æðri hreinleika, hvers líka ég hafði ekki fyrr séð. Þetta dýrðarríki fegurðarinnar var aðeins nokkrir ferþumlungar að flatarmáli, en samt rúmaðist þar gervöll fegurð vorsins og dýrð sjálfs sköpunarverksins í ljósbroti fáeinna daggardropa. Ég veit ekki hve lengi ég var í leiðslu þessarar opinberunar. Það var engan óratíma. Allt umhverfis var veruleikinn hverdagslegur og sjálfum sér líkur. Það er óþarfi að segja það. Hver og einn getur vitað það úr eigin lífsreynslu hvað ég sá seinna um daginn, þegar ég ætlaði að sjá þetta aftur. Sólin hafði þá allt aðra afstöðu. Döggin var ekki söm á mosaklónum. Skærleiki litanna var dofnaður. Töfrarnir voru rofnir og eftir var aðeins endurminningin ein og þessi hugblær hrifningarinnar, sem maður berst fyrir að varðveita meðan þess er einhver kostur, því svo sannarlega er það fyrir öllu að missa ekki sjónar af fegurðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.