Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 34

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 34
32 BREIÐFIRÐINGUR getgátan um þessi sjaldgæfu augnablik hafi eitthvað við að styðjast. Það var að vorlagi. Eg var rétt nýkominn heim til mín frá Reykjalundi. Það var í morgunsárið, sólfar og vorgolan hæg lék um örstutt stráin. Ég fór útfyrir túnhliðið og að örlítilli lækjarsitru sem bunaði í svolítinn dverghyl. Orfínn úði ýrðist á ofursmáar dýjamosaplöntur á lækjarbakkanum, en morgungeislarnir brotnuðu þar í daggperlum og löðuðu fram alla regnbogans liti í einhverjum æðri hreinleika, hvers líka ég hafði ekki fyrr séð. Þetta dýrðarríki fegurðarinnar var aðeins nokkrir ferþumlungar að flatarmáli, en samt rúmaðist þar gervöll fegurð vorsins og dýrð sjálfs sköpunarverksins í ljósbroti fáeinna daggardropa. Ég veit ekki hve lengi ég var í leiðslu þessarar opinberunar. Það var engan óratíma. Allt umhverfis var veruleikinn hverdagslegur og sjálfum sér líkur. Það er óþarfi að segja það. Hver og einn getur vitað það úr eigin lífsreynslu hvað ég sá seinna um daginn, þegar ég ætlaði að sjá þetta aftur. Sólin hafði þá allt aðra afstöðu. Döggin var ekki söm á mosaklónum. Skærleiki litanna var dofnaður. Töfrarnir voru rofnir og eftir var aðeins endurminningin ein og þessi hugblær hrifningarinnar, sem maður berst fyrir að varðveita meðan þess er einhver kostur, því svo sannarlega er það fyrir öllu að missa ekki sjónar af fegurðinni.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.