Fréttablaðið - 10.11.2018, Side 20

Fréttablaðið - 10.11.2018, Side 20
Haukar - Skallagrímur 82-80 Haukar: Hilmar Smári Henningsson 23/7 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 18, Marques Oliver 16, Haukur Óskarsson 8, Kristinn Marinósson 6, Matic Macek 6, Daði Lár Jónsson 3, Arnór Bjarki Ívarsson 2. Skallagrímur: Aundre Jackson 23/12 frá- köst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 23, Matej Buovac 18/8 fráköst, Bjarni Guðmann Jónsson 8, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2/8 fráköst/7 stoðs., Davíð Ágústsson 2, Kristó- fer Gylfason 2, Kristján Örn Ómarsson 2. Leik Njarðvíkur og KR var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Nýjast Domino’s-deild karla Landsliðshópurinn Markverðir: Hannes Þór Halldórsson Rúnar Alex Rúnarsson Ögmundur Kristinsson Varnarmenn: Birkir Már Sævarsson Hjörtur Hermannsson Sverrir Ingi Ingason Kári Árnason Eggert Gunnþór Jónsson Jón Guðni Fjóluson Hörður Björgvin Magnússon Ari Freyr Skúlason Guðmundur Þórarinsson Miðjumenn: Rúrik Gíslason Jóhann Berg Guðmundsson Arnór Sigurðsson Samúel Kári Friðjónsson Guðlaugur Victor Pálsson Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Arnór Ingvi Traustason Sóknarmenn: Gylfi Þór Sigurðsson Alfreð Finnbogason Kolbeinn Sigþórsson Albert Guðmundsson Jón Dagur Þorsteinsson Valur í Hollandi um helgina handbolti Valur mætir hollenska liðinu H.V. Quintus í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu um helg- ina. Báðir leikirnir fara fram ytra. Fyrri leikurinn, sem er heimaleikur Quintus, fer fram í kvöld og sá síð- ari, sem telst heimaleikur Vals, er á morgun. Sigurvegarinn úr einvíginu kemst í 16-liða úrslit Áskorenda- bikarsins. Valskonur hafa verið á góðri sigl- ingu að undanförnu og unnið fimm leiki í röð í deild og bikar. Valur er á toppi Olís-deildar kvenna með 13 stig eftir átta umferðir. Quintus er í 2. sæti hollensku deildarinnar með tólf stig, tveimur stigum á eftir toppliði VOC Amster- dam. Quintus hefur unnið sex af fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu. – iþs Lovísa Thompson, einn af lykil- mönnum Vals. FréTTabLaðið/Ernir Fótbolti  Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína síðustu leiki á árinu þegar liðið mætir Belgíu í lokaleik sínum  í Þjóða- deild UEFA og svo vináttulands- leik gegn Katar. Leikirnir fara báðir fram á belgískri grundu en íslenska liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og Katar mánudaginn 19. nóvem- ber. Emil  Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson geta ekki tekið þátt í þessum  verkefnum vegna  meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn  Belgíu og verður ekki með í leiknum gegn Katar. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem hefur verið fjarri góðu gamni síðan á heims- meistaramótinu í sumar kemur inn í leikmannahópinn. Hann mun taka þátt  í leiknum gegn Belgíu, en fær hvíld í leiknum gegn Katar. Þá koma Arnór Sigurðsson, Hjörtur Hermannsson, Eggert  Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarins- son inn í hópinn frá síðustu leikjum. Erik Hamrén, þjálfari  íslenska liðsins, minnti  á að sigur  í leikn- um  gegn Belgíu  gæti orðið til þess að liðið hafni á meðal tíu efstu þjóðanna í A-deild Þjóðadeild- arinnar og það myndi þýða að liðið yrði í hærri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í undankeppni EM 2020. Þar af leiðandi leggi liðið allt kapp á að fara með sigur af hólmi í þeim leik. Þá hafi liðið ekki náð í mörg hagstæð úrslit á þessu ári og af þeim sökum muni það leggja allt kapp á að vinna Katar þrátt fyrir að um vináttulandsleik sé að ræða. „Mér fannst ég merkja mikla bætingu í síðustu tveimur leikjum liðsins og við stefnum á að byggja á því í komandi verkefnum. Mér fannst liðið mun þéttara í varnar- leiknum og við vorum skarpari í sóknarleiknum. Við sköpuðum fjöl- mörg góð færi til þess að skora fleiri mörk en við skoruðum. Við bættum okkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum,“ sagði Hamrén í samtali við Fréttablaðið á blaða- mannafundinum í gær. „Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í  varnarleiknum og bæta smáat- riðin þar. Við erum að fá á okkur of mörg mörk og þurfum að laga það. Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótbolt- anum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum,“ sagði hann enn fremur. „Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið,“ sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. „Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi,“ segir hann um kom- andi verkefni. hjorvaro@frettabladid.is Viljum enda árið með sigri  Erik Hamrén segir að sigur gegn Belgíu gæti komið íslenska karlalandsliðinu í fótbolta til góða í undan- keppni EM 2020. Þá sé það mikilvægt fyrir íslenska liðið að enda árið með sigri eftir óhagstæð úrslit á árinu.   Fótbolti Klukkan 16.30 á morgun flautar Anthony Taylor til leiks hjá Manchester-liðunum, City og United, á Etihad. Þetta er lokaleikur 12.  umferðar ensku úrvalsdeildar- innar og sá síðasti fyrir landsleikjahlé. City hefur byrjað þetta tímabil eins og liðið endaði það síðasta; með því að vinna leiki og skora haug af mörkum. Strákarnir hans Peps Guardiola hafa unnið níu af fyrstu ellefu deildarleikjum sínum og gert tvö jafntefli. City hefur skorað 33 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. City hefur unnið sex leiki í röð í öllum keppnum með markatölunni 23-1. Það er því yfir litlu að kvarta, inni á vellinum allavega. Það hefur gustað hressilega um United, eða réttara sagt José Mour- inho. En úrslitin í síðustu leikjum hafa verið góð. United hefur unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum. Stærsti sigurinn kom gegn Juventus á miðvikudaginn. Enska liðið lenti undir en tryggði sér sigurinn með því að skora tvö mörk undir lokin. Uni- ted hefur raunar lent undir í fimm af síðustu sex leikjum sínum en aðeins tapað einum þeirra. United lenti einmitt undir í síð- asta leik sínum á Etihad en kom til baka, vann og frestaði því að City fagnaði Englandsmeistaratitlinum. Það var einn af fáum hápunktum á frekar auðgleymanlegu tímabili hjá United sem endaði 19 stigum á eftir grönnum sínum. Guardiola og Mourinho hafa marga hildina háð og oft hefur verið stirt á milli þeirra. Þeir hafa þó að mestu haldið sig á mottunni síðan þeir tóku við Manchester-liðunum sumarið 2016. Lið undir stjórn Guardiola og Mourinho hafa mæst 21 sinni. Spán- verjinn hefur yfirhöndina í leikjum þeirra á milli. Hann hefur unnið tíu leiki, Mourinho fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. – iþs Verður United fyrst liða til að vinna meistarana? Leikmenn Manchester City eru í góðri æfingu við að fagna mörkum enda skorað heilan helling af þeim á undanfarin misseri. norDiCpHoToS/GETTy Erik Hamrén bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. FréTTabLaðið/anTon Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í varnarleiknum og bæta smáatriðin þar. Erik Hamrén Guðrún Brá með forystu golF Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með forystu eftir fyrstu tvo hringina á lokamóti Evrópumótaraðarinnar. Mótið fer fram í Barcelona á Spáni. Guðrún Brá er á tveimur höggum undir pari líkt og Anais Meyssonn- ier frá Frakklandi. Guðrún Brá lék á pari vallarins á öðrum hringnum í gær. Fyrsta hringinn lék hún á tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá er í 71. sæti á stiga- lista Evrópumótaraðarinnar. Staða hennar verður væntanlega mun betri eftir mótið í Barcelona. – iþs Guðrún brá er í góðri stöðu í barce- lona. FréTTabLaðið/anDri Marinó 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 l a U g a r d a g U r20 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 A -7 D 7 8 2 1 5 A -7 C 3 C 2 1 5 A -7 B 0 0 2 1 5 A -7 9 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.