Fréttablaðið - 10.11.2018, Síða 40
Salvör Thorlacius ætlar að verja helginni með dóttur sinni sem er tveggja og hálfs
árs og er búin að vera hjá pabba
sínum í viku. „Við ætlum að baka
pitsu og hafa það huggulegt; lita,
perla, fara í sund og á róló.
Hvernig er dæmigerð helgi?
Ég, Elsa og kærastinn minn
Magnús Árnason reynum að baka
pitsur á föstudagskvöldum. Ef ég
er ekki að vinna í Systrasamlaginu
á laugardeginum förum við á róló
og í sund og stundum í Húsdýra-
garðinn. Stundum fáum við Maggi
foreldra mína til að hafa Elsu yfir
nótt og förum aðeins út á lífið, en
annars erum við frekar róleg og
eyðum helginni í notalegheit.
Hvernig er draumahelgin?
Ég upplifði hana um síðustu
helgi. Í ullarsokkum við arineld í
bústað á Þingvöllum með kærast-
anum mínum og hundinum hans.
Ég væri til í aðra svoleiðis drauma-
helgi nema með Elsu dóttur minni
líka. Hún mætti líka endast lengur
og mín vegna vara í fjóra og jafnvel
fimm daga.
Hvað færðu þér í morgunmat um
helgar?
Það er mjög misjafnt. Stundum
er ég rosalega öflug mamma og
baka amerískar pönnukökur,
sker niður ávexti og steiki beikon.
Mér finnst líka æðislegt að búa til
bygggraut með kanil, rúsínum og
eplum. Þá bý ég til stóran skammt
sem dugar í nokkra daga. Ég er líka
með algjört æði fyrir vegan ost-
sneiðunum, sem fást meðal annars
í Krónunni en osturinn er fullkom-
inn með tómötum á maískökur. Ég
er pínulítið að missa mig yfir þeirri
samsetningu núna.
Sefur þú út?
Já, en aðeins ef Elsa er hjá pabba
sínum. Annars erum við vaknaðar
upp úr átta.
Vakir þú lengi fram eftir?
Nei, ég reyni að gera það ekki.
Finnst ég vera orðin of fullorðin í
svoleiðis kæruleysi. Ég er hægt og
rólega að reyna að breyta mér í A-
manneskju en það gengur misvel
og ég tek það í skorpum.
Salvör vinnur í Systrasamlaginu
sem hún segir falda perlu á Óðins-
götu. „Þetta er lífrænt kaffihús
og verslun með öllu mögulegu
tengdu heilsu, jóga og sjálfsrækt.“
Hún er sömuleiðis annar eigandi
Smástundar, fjölskyldukaffihúss
sem hún og vinkona hennar Kol-
brún Tara Friðriksdóttir eru með
á teikniborðinu. „Hugmyndin
kviknaði þegar við vorum báðar í
fæðingarorlofi en þá fannst okkur
vanta fjölskylduvænt kaffihús í
sívaxandi kaffihúsaflóru borgar-
innar. Markmiðið er að opna
kaffihús sem er hugsað fyrir jafnt
Vera
Einarsdóttir
vera@frettabladid.is
Á fjölskyldukaffihúsinu sem Salvör og vinkona hennar Kolbrún Tara eru með á teikniborðinu verða kubbar með mismunandi lögun og tengingum frá “Imagina-
tion playground” en þá er hægt að setja saman að vild og gefa börnum frá tveggja ára aldri tækifæri á að sleppa ímyndunaraflinu lausu. nordIcphoToS/geTTy
Salvör leggur mikið upp úr góðri
fjölskyldusamveru um helgar. hér
er hún með dóttur sinni elsu Árna-
dóttur.
Árlegur og sívinsæll haust-basar Kvenfélags Langholts-sóknar verður haldinn á
morgun, sunnudaginn 11. nóvem-
ber, í Langholtskirkju.
„Af mörgu verður að taka, líkt
og endranær, og verða glæsilegir
munir á boðstólum sem kvenfélag-
inu hafa hlotnast frá fyrirtækjum í
hverfinu, bæði nytjavörur, jóladót
og ýmislegt fleira. Þá er ótalin
hlutaveltan vinsæla en á henni
er fjöldi góðra vinninga og engin
núll!“ segir Anna Birgis, formaður
kvenfélagsins.
Freistandi kökuhlaðborð
kvenfélagsins lokkar og laðar en
gómsætt bakkelsið baka kven-
félagskonurnar ásamt fleiri konum
í hverfinu.
„Við höfum fengið þjóðþekkta
einstaklinga til liðs við okkur í
baksturinn og gefa þeir kökurnar
sínar á basarinn. Hver veit svo
nema prinsessukakan og Pavlova
verði á kökusölunni, og hægt
verður að kaupa kaffi og meðlæti
á basarnum enda þykir mörgum
notalegt að tylla sér með vini yfir
góðum kaffibolla og tertusneið,“
segir Anna sem á heiðurinn af víð-
frægri prinsessukökunni.
Allir sem koma að haust-
basarnum gefa vinnu sína og fer
ágóðinn að hluta til í að klára að
yfirdekkja sæti kirkjunnar en
einnig til líknarmála. „Við hvetjum
hverfisbúa ásamt gestum og
gangandi til að koma og gera góð
kaup í aðdraganda jóla og styrkja
um leið gott málefni,“ segir Anna,
full tilhlökkunar.
Haustbasarinn verður haldinn í
safnaðarheimili Langholtskirkju,
strax eftir messu, frá kl. 11.50 til 16.
Prinsessukaka í Langholtskirkju
Anna Birgis er for-
maður Kvenfélags
Langholtskirkju.
Mynd/STeFÁn
Við erum að leita
að húsnæði sem
hentar undir starfsemina.
Við erum með allskyns
forkröfur viljum m.a.
bjóða upp á vel hannað
rými með hentugri
setuaðstöðu fyrir fólk
með lítil börn,
Salvör Thorlacius
fullorðna og börn á öllum aldri,
þannig að allir fái tækifæri til að
njóta sín,“ segir Salvör. Hún segir
kaffihús yfirleitt aðeins taka mið
af þörfum fullorðinna. „Stund á
slíku kaffihúsi er ekki alltaf jafn
ánægjuleg fyrir börn og hún er fyrir
foreldrana. Við vitum líka að flestir
foreldrar hafa mörgum hnöppum
að hneppa og með því að bjóða
upp á aukna þjónustu fyrir lítil
börn á kaffihúsi fá þeir svigrúm
til að sinna sínum verkefnum á
meðan börnin þeirra leika sér.“
En hvernig standa þessi áform?
Við erum að leita að húsnæði
sem hentar undir starfsemina.
Við erum með allskyns forkröfur
og viljum bjóða upp á vel hannað
rými með hentugri setuaðstöðu
fyrir fólk með lítil börn. Við
viljum hafa praktíska og vel búna
skiptiaðstöðu, spennandi og
snyrtilega leikaðstöðu og nóg af
barnastólum. Þá viljum við að
hægt sé að leggja ungbörn frá sér á
auðveldan og öruggan hátt, að auð-
velt sé að fylgjast með börnum og
að gott aðgengi sé fyrir kerrur svo
eitthvað sé nefnt. Við viljum síður
vera í miðbænum og erum heldur
að horfa á Laugardalinn eða annað
álíka fjölskylduvænt hverfi og
tökum fegnar á móti ábendingum
og vangaveltum.
Meðal þess sem þær Salvör og
Kolbrún Tara hyggjast bjóða upp á
er leikvöllur frá bandaríska fyrir-
tækinu Imagination Playground
en hann samanstendur af hreyfan-
legum kubbum með mismunandi
lögun ásamt tengingum, tann-
hjólum, bugðum, kúlum og sívaln-
ingum. Kubbarnir, sem eru ætlaðir
börnum frá tveggja ára aldri, eru
búnir til úr umhverfisvænum og
eiturefnalausum svampi sem þolir
vatn, sól og hita og myglar ekki.
„Þeir eru fisléttir og því auðvelt
að stafla þeim upp og hreyfa þá
til. Börnin fá því tækifæri til að
sleppa ímyndunaraflinu lausu og
skapa sína eigin veröld sem getur
verið allt frá sjóræningjaskipi yfir
í vélmenni hús eða höll.“ Að sögn
Salvarar er von á kubbunum til
landsins í febrúar á næsta ári. „Við
erum með endalausar hugmyndir í
tengslum við þá og hlökkum til að
kynna þá fyrir fólki.“
2 KynnIngArBLAÐ FÓLK 1 0 . n Óv e M B e r 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
5
A
-E
A
1
8
2
1
5
A
-E
8
D
C
2
1
5
A
-E
7
A
0
2
1
5
A
-E
6
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K