Fréttablaðið - 10.11.2018, Síða 90

Fréttablaðið - 10.11.2018, Síða 90
Sögulegir sigrar fjölbreyttra frambjóðenda í miðkjörtímabilskosningunum n Rashida Tlaib og Ilhan Omar eru fyrstu múslimakonurnar til að ná kjöri á þing. n Veronica Escobar og Sylvia Garcia eru fyrstu rómanskætt- uðu konurnar sem ná kjöri á þing í Texas. n Marsha Blackburn er fyrsta konan til að ná kjöri í öldunga- deild í Tennessee. n Sharice Davids og Deb Haaland eru fyrstu frumbyggjakonurnar til að ná kjöri á þing. n Sharice Davids verður fyrsti sam- kynhneigði þingmaður Kansas. n Chris Pappas verður fyrsti sam- kynhneigði þingmaður New Hampshire. n Jared Polis verður fyrsti samkyn- hneigði ríkisstjórinn. n Kristi Noem er fyrsti kvenkyns ríkisstjóri Suður-Dakóta. n Alexandria Ocasio-Cortez verður yngsta konan til að setjast á þing. n Abby Finkenauer og Cindy Axne verða fyrstu konur Iowa á þingi. n Ayanna Pressley er fyrsta svarta konan sem Massachusetts kýs á þing. n Janet Mills verður fyrsti kven- kyns ríkisstjóri Maine. ✿ Öldungadeild Cory Booker New Jersey Booker gengur í takt við gras- rótina og hefur greitt atkvæði með framsæknum frumvörpum á þingi. Þá hefur hann einnig lag á því að komast í frétt- irnar og þykir tala eins og hann sé nú þegar í framboði. Hefur ferðast um mikilvægustu forkosningaríki Demókrata. Kirsten Gillibrand New York Gillibrand er vinsæl í heima- ríkinu New York. Í fortíðinni þótti hún meiri miðju- maður en nú hefur hún tekið sér stöðu með grasrótinni og telst til framsækinna Demókrata. Hefur ferðast um mikilvægustu forkosn- ingaríki Demókrata. Amy Klobuchar Minnesota Öllu meiri miðjumaður en flestir frambjóð- endur Demókrata. Hefur verið á flakki í Iowa, fyrsta forkosningaríkinu, og situr á þingi fyrir ríki sem Trump komst afar nálægt því að vinna. Sherrod Brown Ohio Heldur sífellt áfram að vinna kosningar í Ohio, mikilvægu barátturíki allra undanfarinna forsetakosninga. Talar eins og hann sé í framboði til forseta. Kamala Harris Kalifornía Nafn Harris hefur verið mikið í umræð- unni og hún er vinsæll öldunga- deildarþingmaður. Líkt og Booker þykir hún tala eins og hún sé komin í framboð. Hefur ferðast um mikil- vægustu forkosningaríki Demó- krata. Bernie Sanders Vermont Afi hins nýja vinstris sem kom öllum á óvart og veitti Hill- ary Clinton raunveru- lega samkeppni í forkosningum Demókrata 2020. Sagður íhuga að bjóða sig aftur fram og hefur ferðast um mikilvægustu forkosn- ingaríki Demókrata. Verður hins vegar 79 ára á kjördag. Elizabeth Warren Massachusetts Hinn jötunninn, ásamt Sanders, á meðal fram- sækinna Demó- krata. Er vinsæl á meðal Demókrata og hefur ferðast um mikilvægustu forkosningaríki flokksins. Á í basli með orðræðu forsetans um hvort hún sé komin af frumbyggjum. Birti umdeilt myndband sem átti að svara spurn- ingunni og fékk dræmar viðtökur. ✿ Fulltrúadeild Beto O’Rourke Texas Þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Ted Cruz í öldungadeildar- kosningum í Texas er O’Rourke enn talinn líklegur í forsetaframboð. Hann hreif Demókrata víðs vegar um Bandaríkin með sér með sínum gríðarlega sjarma. Tulsi Gabbard Hawaii Hluti af Sanders og Warren-væng flokksins. Hefur ferðast um mikil- vægustu forkosn- ingaríki Demókrata og er sögð vera að kanna grundvöll fyrir framboði. ✿ Ríkisstjórar Steve Bullock Montana Er ríkisstjóri Montana, sem kýs venjulega Repúblikana, og þykir hafa sýnt fram á hvernig Demókratar geta unnið rauðustu ríkin. Hefur ferðast um mikilvægustu forkosningaríki Demókrata. John Hickenlooper Colorado Miðjumaður sem hefur verið leiðandi í barátt- unni fyrir hertri skot- vopnalöggjöf. Er opinberlega að undirbúa framboð. Hefur ferðast um mikilvægustu forkosningaríki Demókrata. Martin O’Malley Maryland Bauð sig fram 2016 án árangurs. Hefur ferðast um mikil- vægu ríkin. ✿ Borgarstjórar Michael Bloomberg Milljarða- mæringur og fyrrverandi borgarstjóri New York. Bloomberg hefur áður rætt um áhuga sinn á forsetaframboði og var orðaður við framboð sem óháður 2016. Hann hefur skráð sig aftur í Demókrataflokkinn og styrkti frambjóðendur um háar upphæðir í ár. Eric Garcetti Borgarstjóri Los Angeles, Garcetti, virðist vera í fram- boði og hefur flakkað um fyrstu forkosningaríkin á undanförnum mánuðum. Fáir þekkja hann utan heimaborgarinn- ar en með þessu hefur hann styrkt stöðu sína. ✿ Menn Obama Joe Biden Delaware Varaforseti Obama sem íhugaði alvarlega forsetaframboð 2016 og segist sjá eftir því að taka ekki slaginn. Hefur ferðast um mikilvægustu forkosn- ingaríki Demókrata og mælist iðu- lega vinsælastur í könnunum. Eric Holder Washington DC Dómsmálaráð- herra Obama sem hefur verið áberandi í kosningabaráttu Demókrata undanfarna mánuði. Hefur ferðast um mikilvægustu for- kosningaríki Demókrata. John Kerry Massachusetts Utanríkisráð- herra Obama. Tapaði naumlega í forsetakosn- ingum gegn George W. Bush árið 2004. Hefur ekki verið áberandi í kosningabaráttu en þó sést í Nevada og Iowa. ✿ Næsti Trump Michael Avenatti Kalifornía Avenatti er lög- maður klám- stjörnunnar Stormy Daniels sem átti í mála- ferlum gegn Trump forseta. Hann er án nokkurs vafa að undirbúa forsetaframboð og hefur, þrátt fyrir skort á pólitískri reynslu, flakkað um Bandaríkin og kynnt stefnumál sín. Er vinsæll talsmaður hörðustu andstæðinga Trumps og gæti í raun orðið eiginlegur Trump þeirra Demókrata. Þykir hafa skotið sig í fótinn á dögunum þegar hann sagði að Demókratar þyrftu að stilla upp hvítum karlmanni árið 2020 þar sem orð þeirra hefðu meiri vigt. Mark Cuban Pennsylvania Cuban er mikill andstæðingur forsetans en hliðstæða hans á sama tíma. Cuban er þekktur fyrir að vera eigandi körfu- knattleiksliðsins Dallas Mavericks og fyrir að vera raunveruleikasjón- varpsstjarna í sjónvarpsþáttunum Shark Tank. Hann er milljarðamær- ingur og hefur lengi verið orðaður við framboð. Líklegir frambjóðendur Demókrata gegn Trump Nú þegar miðkjör-tímabilskosning-arnar í Bandaríkjun-um eru loks að baki er loksins hægt að fara að hugsa alvar- lega um forsetakosningarnar 2020. Það er ekkert leyndarmál að Demó- kratar þrá að kippa forsetastólnum undan Donald Trump. Sjálfur hefur forsetinn tilkynnt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og kemur það lítið á óvart. Þar sem Demókratar unnu full- trúadeildina á þriðjudaginn og munu hafa meirihluta þar fram að næstu kosningum geta þeir rann- sakað meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint samráð framboðs hans við Rússa, sem sérstakur saksóknari rannsakar einnig, meinta nýtingu embættisins í hagnaðarskyni eða meinta hindrun framgangs réttvísinnar vegna orð- ræðu og gjörða í tengslum við Rússa- rannsóknina. Og vilji Demókratar hámarka sigur líkur sínar 2020 geta þeir horft til ýmissa þátta kosninga þriðjudags- ins og dregið af þeim lærdóm. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni eru Demókratar í miklu sóknarfæri í úthverfum Banda- ríkjanna. Þau hafa í gegnum tíðina verið heldur á bandi Repúblikana Lærðu ýmislegt af kosningunum Vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar fyrir forsetakosningarnar 2020 geta þeir dregið lærdóm af nýyfirstöðnum miðkjörtímabils- kosningum. Fréttablaðið lítur yfir helstu lexíurnar, líklega forsetaframbjóðendur Demókrata árið 2020 og söguleg atvik þriðjudagsins. Demókratar stefna að því að koma Donald Trump úr forsetastólnum í forsetakosningum árið 2020. NORDiCpHOTOS/AFp Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is en meira að segja í úthverfum borga eins og Houston og Oklahoma City unnu frambjóðendur Demókrata til fulltrúadeildar sigra á þriðjudaginn. Þótt Repúblikanar vilji ekki aukna ríkisvæðingu heilbrigðis- kerfisins vilja flestir kjósendur sjá slíka þróun. Þannig samþykktu kjósendur í Repúblikanaríkjunum Idaho, Nebraska og Utah frumvörp sem auka opinbera þjónustu við fátækari einstaklinga. Einnig boðar gott fyrir Demókrata að þeir náðu að vinna stóra sigra í miðvesturríkjunum. Til dæmis í Michigan, Illinois, Minnesota og Wisconsin. Trump náði Michigan og Wisconsin á sitt band 2020 eftir að fyrri frambjóðendur Demókrata höfðu sigrað ríkin án mikillar fyrir- hafnar. Tapi hann þeim árið 2020 færist forsetinn nær ósigri. Í aðdraganda kosning ræddu skýr- endur mikið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyrir Demókrata að stilla upp framsæknum frambjóðanda og hámarka þannig kjörsókn eða miðjumanni til þess að höfða til fleiri kjósenda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurningunni enda töpuðu stór nöfn beggja fylkinga. Hins vegar er ljóst að Demókrata- flokkurinn hefur verið að fjarlægjast rótgrónar hugmyndir helstu áhrifa- manna og færist nær grasrótinni. Þannig má búast við því að fram- sæknir frambjóðendur verði áber- andi í forkosningunum. 1 0 . N ó V e M B e R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R38 H e L G i N ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 A -6 9 B 8 2 1 5 A -6 8 7 C 2 1 5 A -6 7 4 0 2 1 5 A -6 6 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.