Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 14
12
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
þvermál eða minni) sem eru sótið sem gerir reykinn sýnilegan."22
Páll fjallar ekki um frjókornin í grein sinni. Það verður heldur ekki
gert hér, nema hvað kornfrjó koma svolítið við sögu, enda sýnist
mér óhætt sé að segja að enginn sannfærandi fróðleikur verði lesinn
út úr þeim um upphaf byggðar á staðnum.
Chepstow-Lusty taldi út úr þremur lóðréttum jarðvegssniðum
við skálann við Aðalstræti. Eitt var tekið fimm metrum vestan við
vesturvegg hans (S 106), eitt einum metra austan við austurveginn
(S 119) og eitt tveimur metrum norðan við skálann (S 105).
Vestursniðið (S 106) var 19 cm djúpt og landnámslagið nálægt
miðju þess, á 8 cm dýpi. Ur sniðinu voru tekin tíu sýni með tveggja
cm millibili. Af ástæðum sem ég skil ekki, sjálfsagt vegna ókunnug-
leika á talningaraðferðum, segir Chepstow-Lusty frá þeim tveimur
og tveimur saman: nr. 1 var tekið á 17-19 cm dýpi, segir hann, nr.
2 á 13-15 cm, nr. 3 á 9-11, nr. 4 á 5-7 og nr. 5 á 1-3. Af þessu væri
einfaldast að álykta að hann teldi í einu lagi úr 2 cm þykkum bút úr
sýninu, en teikningar hans sýna að það gerir hann ekki, að minnsta
kosti ekki þegar hann telur örkol; það má sjá á teikningu hans af
sniðinu. En niðurstaðan er hér sú að í neðstu sýnunum, frá 19 og upp
í 13 cm dýpi, finnast engin örkol. A 11 cm dýpi, um 3 cm undir
landnámslagi, koma þau svo skyndilega í meira magni en nokkru
sinni síðar. Höfundur teiknar magnið inn í súlu á kvarða 0-10.
Magnið virðist vera nálægt þessu:
Á 11 cm dýpi (3 cm undir landnámslagi) um 8
Á 9 cm dýpi (1 cm undir landnámslagi) um 5
Á 7 cm dýpi (1 cm yfir landnámslagi) um 2
Á 5 cm dýpi (3 cm yfir landnámslagi) um 3
Á 3 cm dýpi (5 cm yfir landnámslagi) ekkert
Austursniðið (S 119) var 58 cm djúpt, en landnámslagið greindist á
56 cm dýpi svo að aðeins eitt sýni var tekið fyrir neðan það, í botni
sniðsins. Þar fann höfundur „nokkur stór brot af örkolum, þó
ójafnt dreifðum".23 Orðalagið orkar nokkuð mótsagnakennt því
22 Páll Theodórsson 2010: 512.
23 Á frummálinu (59): „some large fragments of microcharcoal, though unevenly
distributed".