Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 74
72
DAISY NEIJMANN
SKÍRNIR
sveitabæ? Var það komið til þess að leggja sverð sitt á milli þeirra? Var þá
hvergi friður framar, hvergi athvarf fyrir starf og gleði og ást? (232)
Að lokum reynast þau hvergi óhult fyrir stríðinu, upplausnin sem
það veldur hefur áhrif á afskekktustu heimili. Mannkynssagan lætur
ekki að sér hæða. Sú ráðvilla sem af hlýst verður Brynjólfi tilefni til
vangaveltna þar sem hann gengur um landareign sína: „Sá, sem var
Islendingur í fyrradag, en Breti í gær, gat orðið Bandaríkjamaður í
dag. Jafnvel heima á sínum eigin æskuslóðum gat maður orðið átta-
villtur, — voru þetta bjarkirnar hans eða voru það amerísk tré?“
(287). Miklibær gat ekki einu sinni orðið griðastaður hefða, siða og
sjálfsmyndar á tímum sögulegs tvístigs (Mengham 2009: 26).
5
Heimilið sem er miðsviðs í nóvellu Guðmundar G. Hagalín, Móðir
Island (1945), er griðastaður fyrir rofi bæði í tíma og rúmi. Aðal-
persónan, Guðrún Gísladóttir frá Stórhömrum, er í hópi fólks sem
flosnað hefur upp úr sveitum landsins við hernámið. Hún kemur
frá sveitabæ á Vestfjörðum sem má muna sinn fífil fegri og hefur
neyðst til að flytja „á mölina“. Þó að lítið gerist í textanum, og hann
sé að mestu samtöl og dramatískar einræður, fer ekki á milli mála að
hús Guðrúnar og garðblettur eru smámynd af íslandi. Hermönnum
úr nálægri herstöð, fyrst breskum, síðar amerískum, hefur verið
komið fyrir í húsi skammt frá. Bretarnir kunna sig en Kanarnir
„troða yfir blettinn"10 hjá henni á leiðinni í stöðina og kasta grjóti
í hænsnin. Guðrún ákveður að bjóða þeim birginn í stað þess að
krjúpa fyrir þeim eins og flestir landa hennar virðast gera til að kom-
ast áfram. Hún fyrirlítur þessa menn og kallar þá „skriðdýr" (99).
Hún lærir hrafl í ensku og býður hermönnunum fjórum í kaffi í von
um að snúa þeim frá villu síns vegar.
Lesandinn kemst smám saman að því að Guðrún lifir í ein-
angruðum heimi. Þó að tilsvör hennar og myndir á veggjum séu til
marks um að hún fylgist með heimsfréttum, fer hún aldrei út úr húsi
10 Guðmundur Gíslason Hagalín 1945: 26. Hér á eftir verður vitnað til sögunnar í
svigum innan meginmáls.