Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 187
SKÍRNIR
STJÓRNLAGARÁÐ í UMBOÐI HVERS ?
185
verið styttur nokkuð eða niður í átta mánuði með mögulegri framleng-
ingu um þrjá mánuði. Frumvarpið tók umtalsverðum breytingum í með-
ferð þingsins, meðal annars var starfstími stjórnlagaþings styttur enn frekar
eða niður í tvo mánuði með möguleika á tveggja mánaða framlengingu,
lagt var til að efnt yrði til þjóðfundar um málefni stjórnarskrárinnar og að
skipuð yrði sjö manna stjórnlaganefnd sem hefði það verkefni að annast
söfnun fyrirliggjandi gagna og upplýsinga um stjórnarskrármálefni sem
nýst gætu stjórnlagaþingi, undirbyggi þjóðfund um stjórnarskrármálefni
og legði fram hugmyndir um breytingar á stjórnarskránni fyrir stjórn-
lagaþing.
Þrátt fyrir miklar umræður og breytingar á frumvarpinu voru lögin sem
samþykkt voru 25. júní 2010 ekki gallalaus. Annars vegar beindist gagnrýnin
að því hvernig innra skipulagi stjórnlagaþings væri háttað samkvæmt lög-
unum, þar sem gert var ráð fyrir fremur þunglamalegum starfsháttum. Hins
vegar var fyrirkomulag kosninganna gagnrýnt, en farin var alveg ný leið við
framkvæmd þeirra. Einstaklingar buðu sig fram á eigin forsendum, gert var
ráð fyrir kynjakvóta og hreinu persónukjöri án lista og loks skyldi landið
vera eitt kjördæmi.
Vandkvæðin við þessa aðferð komu fram jafnskjótt og framboðsfrestur
rann út og ljóst var að 522 einstaklingar höfðu boðið sig fram til setu á
stjórnlagaþingi. Þessi gífurlegi fjöldi kom mönnum í opna skjöldu, enda
höfðu ekki verið sett nein ákvæði til að takmarka fjölda framboða, svo sem
eins og með því að krefjast verulegs fjölda meðmælanda. Enda fór það svo
að fæstir frambjóðendur gátu komið skoðunum sínum á framfæri hvað þá
að nokkur efnisleg umræða ætti sér stað meðal frambjóðenda um efni stjórn-
arskrárinnar. Þegar að kosningunum sjálfum kom giltu um þær flóknar og
framandi kosningareglur: Kjósendur áttu að forgangsraða frambjóðendum,
kjörseðillinn var af nýrri tegund og frambjóðendur fengu númer sem kjós-
endur áttu að skrifa á kjörseðlana með tilteknum hætti. Þetta átti sinn þátt í
því að kosningaþátttakan var dræm, eða innan við 40%. Sú niðurstaða olli
talsverðum vonbrigðum.
Stuttu eftir að úrslit kosninganna voru ljós var framkvæmd þeirra kærð,
þar með taldar aðstæður á kjörstað, meðferð kjörseðla og að frambjóðendum
hefði ekki boðist að hafa umboðsmenn við talninguna, og svo fór að Hæstir-
éttur ógilti kosningarnar í lok janúar vegna ágalla í framkvæmd, tæpum
tveimur mánuðum eftir að þær höfðu farið fram. Niðurstaða Hæstaréttar var
talsvert gagnrýnd, ekki síst fyrir að hafa gengið svo langt að ógilda kosning-
arnar þó að annmarkar hefðu verið á framkvæmd þeirra, þar sem engar ásak-
anir voru um kosningasvik eða að framkvæmdin hefði haft áhrif á úrslit