Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 220
218
ÆSA SIGURJÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
sónunum úr commedia dell’arte saman í eitt hlutverk, flakkar
þannig á milli heima, kýlir saman listformum, hámenningu og lág-
menningu, á svo áhrifaríkan hátt að mynd af henni skreytir umslag
plötunnar sem geymir tónlist myndarinnar.
Kvikmyndin Rokk íReykjavík er ekki einungis heimildarmynd,
heldur felast í henni mikilvæg skilaboð til umheimsins á þá leið að
á Islandi sé í gerjun staðbundin jaðarmenning þar sem ákveðin
útópísk listsköpun með sterka alþjóðlega skírskotun eigi sér stað.7
I myndinni er því sett fram eindregin yfirlýsing um að listsköpun
vaxi úr grasrótarsamfélagi þar sem listsöguleg mörk séu sniðgengin
og landamæri listgreina skipti ekki neinu máli.
Víðsýn afstaða Bjarkar til listsköpunar var því snemma mótuð af
íslensku listumhverfi. Hún gengur þvert á allar listgreinar og það
birtist meðal annars í samvinnu hennar við framsæknustu mynd-
listarmenn, tískuhönnuði og kvikmyndagerðarmenn síðustu ára-
tuga: Matthew Barney,8 Alexander McQueen, Marjan Pejoski,
Jeremy Scott, Chris Cunningham, Michael Gaundry, Michel Oce-
lot,9 Sophie Muller og Spike Jonze10 svo þau helstu séu nefnd. Þá
hafa bein ítök hennar sett mark sitt á fjölda íslenskra og erlendra
tónlistarmanna, náttúruvernd og nýsköpun, og í kringum hana er
þéttriðið net erlendra og íslenskra listamanna sem margir tengjast
innbyrðis.
Það er vænlegast til árangurs að nálgast þetta fjölþætta samband
Bjarkar við listheiminn út frá hugmyndum um bræðinginn, en
sambræðingur (hybridity) var í lok liðinnar aldar lykilhugtak í
menningarrýni og einkenndi alla orðræðu um listir.11 Upphaflega
vísaði bræðingurinn til samblöndu hins lífræna og hins vélræna,
sem birtist meðal annars í aldarlokahugmyndinni um sæborg-
7 Hér er vísað í skilgreiningu þeirra Peters Webb og John Lynch (2010: 313):
„... that this particular cultural practice worked through notions of the utopian
that were and are imbued within processes of cultural hybridity and evolved
through a globalized travelogue that was always a transitory moment of unifi-
cation in different locations and situations."
8 Drawing Restraint 9 (2005).
9 Earth Intruders (2007).
10 It’s Oh So Quiet (1995), It's in Our Hands (2002), Triumph of a Heart (2004),
11 Brah og Coombes 2000: 1.