Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 110
108
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
vilduð fá skáldskap. Fjandinn fjarri mér!
Fetið þið öll í fótspor þessa kvenmanns,
gangið þið út og grátið beisklega
og heimtið aðgangseyrinn endurgreiddan,
því nú er þetta ekki leikur lengur.
Nú er það alvara, og sú er svört. (140)
Annað frásagnareinkenni meðvitaðra skáldverka sem unnt er að
tengja Uppstigningu er það sem nefna má af-lýsingar, en þær geta fal-
ist í því að eitthvað er sagt og síðan dregið í land eða að sagt er frá
því að tilteknir atburðir hafi ekki gerst. Upplýsingar um þá gerð
leikritsins sem séra Helgi gerir uppreisn gegn eru dæmi um af-
lýsingu en þeim er fyrst komið á framfæri af leikhússtjóranum í
fjórða þætti. „Næsti þáttur er stuttur, eins og þú manst,“ segir hann
við séra Helga. „Þú þarft ekki annað en ganga fáeins spor þvert yfir
sviðið. Og síðan er það seinasti þátturinn, veizlan hjá konsúlnum,
þar sem þú heldur eina, litla ræðu“ (127). Presturinn varpar frekara
ljósi á þessi fyrirhuguðu sögulok skömmu síðar: „Eg átti að koma
konsúlnum á þing / og selja honum seinustu agnarslitrin / af sálar-
tetrinu" (132). Þegar Leikhússtjórinn kemur fram fyrir tjaldið til að
afsaka þá truflun sem orðið hefur á sýningunni tilkynnir hann um
breytingar á þessu niðurlagi verksins. „Við neyðumst nefnilega til
að stytta fjórða þáttinn dálítið og sleppa fimmta þættinum alveg.
Það er orðið álitið kvölds, og þó þið hefðuð þolinmæði til að sitja
lengur, þorum við ekki að leggja það á séra Helga, þið skiljið, að
reyna of mikið á sig — svona undir eins“ (163). Sýningunni, í sinni
upphaflegu mynd, hefur verið af-lýst.
Þau einkenni á frásagnarhætti meðvitaðra skáldsagna sem
erfiðast er að heimfæra upp á Uppstigningu eru tíð eða óvænt skipti
milli sjónarhorna eða sögusviða og uppstokkun línulegs tíma en hér
er um að ræða atriði sem Stonehill ræðir nánar í tengslum við upp-
byggingu meðvitaðra skáldsagna. Leikrit Nordals er hins vegar
byggt upp á hefðbundinn máta með kynningu persóna, flækju,
hvörfum og lausn og atburðir gerast í röklegri tímaröð. I fjórða
þætti verksins er að vísu gefið til kynna að séra Helgi (eða leikarinn
sem fer með hlutverk hans) lifi í annarri tímavídd en persónurnar á
Knarrareyri. Hann kannast ekki við að hafa gifst Dúllu en hún rifjar