Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 59
SKÍRNIR
HALLDÓR LAXNESS OG ...
57
sundur, og til verða gullaldarbókmenntir. Gagnstætt ritgerðinni um
upphaf húmanismans, sem taldi íslenzka miðaldamenningu hafa
notið þess að skæðasta vopn páfavaldsins í Evrópu náði ekki til
hennar, er hér gert meira úr vaxandi umburðarlyndi innlends
kirkjuvalds. En um báðar þessar útskýringar er hið sama að segja:
forsenda sjálfstæðis og sveigjanleika felst í því sérstæða valdakerfi
sem mótaðist í kjölfar kristnitöku á íslandi. Konungsveldi var
hafnað, og páfavald yfir kirkjunni takmarkaðist af áframhaldandi
forræði veraldlegra höfðingja sem löguðu hefðir goðamenningar-
innar að breyttum aðstæðum. Við þessi skilyrði gat ekki orðið til
valdamiðstöð af sömu gráðu og bandalag kirkju og konungsvalds á
meginlandi Evrópu, og viðleitni páfavaldsins til að gera veraldlegt
vald sér undirgefið hafði engin veruleg áhrif. Þetta baksvið ræðir
Elalldór ekki, en segja má að hann taki það með í reikninginn, og
sama gildir um menningarlega hlið málsins. Þau takmörk kirkjulegs
valds, sem framþróun bókmennta á tólftu og þrettándu öld leiddi í
ljós, voru jafnframt tækifæri til könnunar á snertiflötum og spennu-
svæðum milli kristinna og heiðinna heima. Að þessu víkur Halldór
í stuttri samantekt sem mér virðist falla mjög vel inn í umræðu
síðustu áratuga: „Hin ævaforna norræna skáldskaparhefð og form-
bundin kaþólsk miðjarðarhafsmenning höfðu samverkað til þess að
móta heimsbókmenntir“ (HI 129).
3. Sú tvenns konar nálgun sem að ofan getur snýst um jákvæðar
forsendur gullaldarbókmennta. Sú þriðja beinist að neikvæðum for-
sendum, en hún er aðeins sett fram í einum stuttum texta, og er því
hvorki þörf né tök á að orðlengja um hana. Ritgerðina „Hið gullna
tóm og arfur þess“ (1969) er líklega bezt að lesa sem túlkunartil-
raun: hver verður útkoman ef róttækar efasemdir ná tökum á
umræðunni um öldina milli landnáms og kristnitöku? Halldór
skopaðist stundum að hugmyndinni um „sögunóttina“, en í þetta
sinn er hún tekin alvarlega, þótt talað sé um tóm frekar en myrkur.
„Þar sem ekki er letur, þar er eingin saga“ (GT 151). Landnámið og
þjóðfélagsþróunin í kjölfar þess eru því utangarðs við heimilda-
studda sagnfræði. Söguleysið gengur lengra en hjá öðrum ólæsum
og óskrifandi samfélögum vegna þess að landnemarnir yfirgáfu hið
evrópska sögusvæði, og gagnstætt öðrum norrænum landvinn-