Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 73
SKÍRNIR
ÓBOÐINN GESTUR
71
leika og friðar í öllu umrótinu og ringulreiðinni sem hernámið hefur
orsakað: „Hér finnst manni allt eins og í gamla daga,“ segir Hákon
þegar hann kemur í Miklabæ ásamt konu sinni (119), en Emblu
„fannst allt svo skrítið og yndislegt, alveg eins og í gamla daga“
(267). Miklibær er orðinn að tímaskekkju, en á stríðstímum er slík
skekkja huggun harmi gegn, „heimur hægðar, hófsemi, reglu; helg-
isiða þar sem allt hefur sinn tíma“ (Mengham 2009: 32): „I Miklabæ
gekk lífið enn sinn vanagang, án óvenjulegra ytri atburða, sem fól-
ust í hátíðabrigðum veðráttunnar“ (218-219). Gang lífsins má ráða
af því hvernig Geirlaug riðar höfðinu yfir prjónunum, eins og
„pendúll klukkunnar ... sem mældi tímann í hljóði, án þess að vera
háður hverfleika hans“ (219), og hljóðinu í rokknum hennar Hildar,
svo gamalkunnu og tilbreytingarlausu að til verður „einhver ör-
yggistónn“ (224).
Það eru þó börnin sem færa stríðið að lokum heim í Miklabæ,
ekki ósvipað því sem gerist þegar ágreiningur spillir heimilisfriðnum
í „Draumi til kaups“. Hákon, landráðamaðurinn, sem hefur geng-
ist hernámsliðinu á hönd og hugsar bara um peninga, vill kaupa
bæinn og selja Bretum svo að þeir geti reist þar bækistöð. Þarna er
aftur kominn Islendingur sem vill hagnast á því að selja heimili sitt.
Brynjólfur svarar:
Miklibær hefur aldrei verið leikfang peninganna, heldur vinur og gjafari lif-
andi fólks, sem hefur annazt um hann og átt hann að friðstóli, kynslóð eftir
kynslóð. Jörðin lætur aldrei að sér hæða: strax og brugðið er við hana
trúnaði, hættir hún að veita okkur hamingju. (126)
Hlutskipti tveggja yngstu barnanna veldur misklíð í fjölskyldunni.
Máni verður herskár sósíalisti og er fordæmdur af Brynjólfi. Þegar
einkadóttirin Embla snýr heim með þær fréttir að hún eigi von á barni
með breskum liðsforingja fordæmir Brynjólfur hana líka. Hann sakar
hana um að hafa drýgt ófyrirgefanlega synd, hún hafi „vanhelgað
blóð Miklabæjar með framandi blóði“ (280). Af því leiðir að „heilt
stórveldi hafði komizt upp á milli þeirra" (275). Eins og í „Draumi til
kaups“ endar togstreitan sem af hlýst í hjónaherberginu:
Þannig vöktu þau þegjandi sitt í hvoru rúmi, án þess að finna hvort annað:
hvað vildi stríðið hingað inn í svefnhús gamalla hjóna á afskekktum