Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 94
92
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
manns".13 Báðir telja þeir Stefán verkið skrifað undir áhrifum frá
ítalska leikskáldinu Luigi Pirandello (1867-1936) og nefnir Árni sér-
staklega leikritin Sexpersónurleita höfundar (Seipersonaggi in cerca
d’autore, 1921) og Við sýnum spunaleik íkvöld (Questa sera si re-
cita a soggetto, 1930).14 í sömu átt bendir Ólafur Jónsson í grein frá
árinu 1966 en þar segir: „„Pirandellismi“ Nordals er ekki tillærð
brella heldur sprottinn af eðlisnauðsyn efnisins.“15
I þessari grein verða innviðir Uppstigningar greindir frekar og
leikritið sett í samhengi við erlenda bókmenntastrauma samtímans.
Færð verða rök fyrir því að verkið sé skýrt dæmi um meðvitað
skáldverk (e. self-conscious fiction) eins og það er skilgreint af Brian
Stonehill í fræðiritinu Meðvitaða skáldsagan (The Self-Conscious
Novel, 1988). Stonehill segir að hugtakinu sé ætlað að ná utan um
„lengri frásögn í óbundnu máli sem dregur athygli að því að hún er
skáldskapur".16 Það geri hún með því að hleypa höfundinum, les-
endum, bókmenntasögunni og „raunveruleikanum“ inn í textann.
Bók Stonehills samanstendur af greiningum á sögum eftir James
Joyce (1882-1941), Vladimir Nabokov (1899-1977), William Gaddis
(1922-1988), Thomas Pynchon (f. 1937) og John Barth (f. 1930) en
í fyrstu köflunum fjallar hann almennt um einkenni meðvitaðra
skáldsagna og birtir lista yfir þau (sjá viðauka). Stonehill flokkar
þessi einkenni með hliðsjón af viðfangsefnum, stíl, persónusköpun,
frásagnarhætti og uppbyggingu og er því fordæmi fylgt hér á eftir
en þó aðeins lögð áhersla á þau atriði sem liggur beint við að heima-
færa upp á leikritið (umfjöllun um uppbyggingu er t.d. að mestu
sleppt). Jafnframt verður kannað hvernig verk Nordals kallast á við
ýmis erlend skáldverk, ekki bara Sex persónur leita höfundar eftir
Pirandello, heldur skáldsöguna Ódysseif (Ulysses, 1922) eftir Joyce
og leikritið Bœrinn okkar (Our Town, 1938) eftir Thornton Wilder
13 Árni Ibsen 2006: 209 og 211. Sjá einnig Árni Ibsen og Hávar Sigurjónsson 2006:
562. Oddur Björnsson tekur í sama streng og Árni í grein í leikskrá Þjóðleik-
hússins árið 1966 en þar segir hann að í Uppstigningu komi „fram nýstárlegur og
með vissum hætti aukinn skilningur á eðli þess tjáningarforms er við nefnum leik-
ritun“. Sjá „2 frumsýningar í Þjóðleikhúsinu nú í vikunni." 1966.
14 Stefán Einarsson 1961: 385; Árni Ibsen 2006: 214.
15 Ólafur Jónsson 1966.
16 Brian Stonehill 1988: 3.