Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 182
180
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
• að kvæðið sé goðsögulegs eðlis, endurspegli goðsögnina um líf, dauða
og endurfæðingu guðsins, og miklar líkur séu á að Adónis-sagnirnar
búi að baki kvæðinu.
Allt skiptir þetta töluverðu máli að mínum dómi til skilnings og staðsetn-
ingar á kvæðinu. Eg færi rök fyrir þessum niðurstöðum án þess reyndar að
fara í saumana á öllum helstu skilgreiningum á symbólisma sem fram hafa
komið á íslensku eins og Örn virðist ætlast til (bls. 535-536). En hvers-
vegna bara íslenskum skilgreiningum? Stefnan var fjölþjóðleg og höfundur
„Unglíngsins“ lærði einkum af erlendum skáldum. Örn lætur sér fátt finn-
ast um þessar niðurstöður mínar. Ekki kveinka ég mér undan því tómlæti
hans, öðru nær, bendi einungis á misræmið í málflutningnum. Og ef ég ætti
að ráða mínum gamla kollega heilt væri það líklega einna helst að halda
áfram að skrifa gagnleg verk á borð við Seiðblátt bafið en láta sig minna
máli skipta hversu oft menn vitna í þau.
Ég minntist á það hlutverk fræðimannna að eyða ranghugmyndum sem
hafa hlaðist utan á verk, og grein mín um „Únglínginn“ var meðal annars
tilraun til þess.4 Áður hafði ég gert atlögu að ýmsum hugmyndum sem mér
virtust vera að festast við „Söknuð" Jóhanns Jónssonar.5 Og ef ég má gera
hér persónulega játningu þá tekur það mig sárt að enn skuli verið að kenna
ungu fólki að „Söknuður“ og „Sorg“ séu expressjónísk kvæði. Þeir sem
eitthvað þekkja til bókmenntasögu vita að „Sorg“ var ort áður en stefnan
varð til í heimalandi sínu, Þýskalandi. Annað skiptir þó meira máli, sumsé
það að kvæðin eru gjörólík áðurgreindum bókmenntum. Expressjónismi og
súrrealismi eru bókmenntastefnur frá öndverðri tuttugustu öld í Evrópu,
þær komu upp við mjög sérstakar sögulegar aðstæður á öðrum og þriðja ára-
tugnum og stóðu tiltölulega stutt við. Kvæðin „Söknuður" og „Sorg“ eiga
á hinn bóginn heima í ljóðhefð sem rekja má allt til upphafs bókmenntasögu
í okkar heimshluta. Þau eru elegíur — tregaljóð — af því tagi sem rekja má
til grískra róta ein 2600 ár aftur í tímann, barmljóð eins og harmljóðin í
Gamla testamentinu sem eru enn eldri. „[RJaunaljóð mitt, raunaljóð okkar
allra“, var orðalag Jóhanns Jónssonar sjálfs, næstum örugglega um
„Söknuð".6 Ofuráhersla hefur verið lögð á það af fræðimönnum hérlendis
4 Ég sagði sem svo í greininni að hugsanlega gætu bréf Halldórs skorið úr um það
hvenær hann kynntist súrrealismanum fyrst. Og nú hef ég fengið staðfestingu á því
úr bréfunum að þau kynni tókust ekki fyrr en eftir útkomu „Unglíngsins".
5 „Hvar ? ... ó hvar?“, Skímir 2002 (vor), bls. 133-161.
6 í bréfi til Skúla Þórðarsonar sagnfræðings 17. júní 1927.