Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 130
128
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
og fleiri íþróttir sem tengdust hernaði. Locke áleit þessa hefð ala á
ofbeldi og vondum siðum eins og hólmgöngum.9
Fróðlegt er að bera námskrá Lockes saman við skrif frumkvöðla
í íslenskri skólamálaumræðu á nítjándu öld sem settu fram hug-
myndir um námskrár fyrir unglinga. Þessum skrifum hefur verið
safnað saman af Braga Jósepssyni í bókinni Þættir úr íslenskri skóla-
sögu. Þar má lesa um hugmyndir Jóns Sigurðssonar (1811-1879) og
Boga Th. Melsteð (1860-1929) um stúdentspróf eða jafngildi þess.
Einnig eru þarna skrif eftir Arnljót Olafsson (1823-1904) og Stefán
Stefánsson (1863-1921) um almenna menntun unglinga og greinar-
gerð Valdimars Ásmundarsonar (1852-1902) fyrir hugmyndum sem
settar voru fram af nefnd sem Alþingi kaus 1881 til að semj a álit um
almenna menntun á unglingastigi.
Hér eru þessar hugmyndir dregnar saman í stuttu máli. Ártölin
gefa til kynna hvenær skrif höfundar birtust fyrst.
• Jón Sigurðsson 1842: Trúarlærdómar, íslenska, latína, gríska,
danska, þýska, franska, enska, hebreska, náttúrufræði, saga, landa-
fræði, mælingarfræði, reikningur, söngur, skrift, uppdráttur.10
• Arnljótur Olafsson 1875: Islenska, enska, franska, þýska, danska,
náttúruvísindi og stjörnufræði, saga, landafræði, talnalist og stærð-
fræði, almenn siðfræði og félagsfræði eða gott ágrip af hagfræði,
auðfræði, stjórnfræði og almenn lögfræði, skrift eða dráttarlist
(teikning).* 11
• Valdimar Asmundarson 1886-7: „Alþingi 1881 kaus nefnd af
þingmönnum til að semja álit um mentamál alþýðu. [...] Nefndin
lagði til, að þessar fræðigreinar væri kendar: 1. Ágrip af nýju sög-
unni, einkum á þessari öld. 2. stutt yfirlit yfir helstu atriði landa-
fræðinnar, [...] 3. saga landsins og lýsing þess. 4. stutt yfirlit yfir
helstu landsréttindi og stjórn. 5. hin almennustu og einföldustu
atriði náttúrufræðinnar og náttúrusögunnar. 6. lýsing á byggingu
mannlegs líkama og heilbrigðisreglur. 7. almenn brot, þríliða,
9 Locke 1989: 253-254 [§198-9].
10 Jón Sigurðsson 1986: 30.
11 Arnljótur Ólafsson 1986: 60.