Skírnir - 01.04.2012, Qupperneq 10
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Athyglisvert er að hann tekur sérstaklega eftir myndmáli smæðar-
innar (smávinunum, blómunum, fuglunum), hinni nálægu náttúru,
sem svo mjög einkennir ljóð Jónasar og hefur jafnframt verið bent
á að sé eitt megineinkenni á ljóðum kvenna.8 I beinu framhaldi af
þessu ítrekar Halldór og talar nú í nafni þjóðarinnar: „Það er
skoðun mín, að vér Islendingar höfum aldrei átt skáld betra en Jónas
Hallgrímsson." (77)
Það sem ekki síst gerir Jónas að íslenskasta og besta skáldinu eru
að mati Halldórs „hinar sælu frumminningar“ (79), hinir umliðnu
dagar „sem vér gleymdum að skoða" (78). Þessar minningar segist
hann sjá í sögunni „Grasaferð“, um skáldsystkinin ungu í íslenskri
sveit, að hann ekki „gleymi henni ,systur minni‘, Hildi Bjarna-
dóttur, sem leiddi mig við hönd sér eitt kvöld um vorið, að við
komum heim af stekknum." (78) Hér samsamar Halldór sig svo
„frændanum“ í sögunni, karlskáldinu unga, að hann verður frænd-
inn og „systirin", sem einnig reynist vera skáld, leiðir þá báða.9
8 í eftirmála bókar sinnar Literary Women fjallar Ellen Moers (1976:244) um það sem
hún kallar „the metaphor of littleness“, eða myndmál smæðarinnar, og telur að ein-
kenni bæði texta um og eftir konur. Hún segir og tengir kvenlíkamanum: „Little-
ness as a physical fact, though only a relative one, is inescapably associated with
the female body, and as long as writers describe women they will all make use of
the diminutive in language and the miniature in imagery." í greiningu sinni tekur
hún sérstaklega fyrir fugla sem séu — fyrir utan skordýr og blóm — ein algeng-
asta tegund þessa myndmáls og spyr hvort það sé vegna þess að þeir séu kvaldir
eins og þeir sem eru varnarlausir, eða hvort það sé vegna þess að þeir séu fallegir,
flögrandi og framandi, fyrirheit um bældar og forboðnar nautnir, og bendir í því
sambandi á söngfuglinn sem algilt tákn ástarinnar. Sjá einnig Helgu Kress
1983:152-155. Öll þessi tilbrigði við myndmál smæðarinnar koma fyrir í skáldskap
Jónasar, sbr. t.a.m. blómabrekkur „Dalvísu" og „Hulduljóða”, lóuna í „Heiðló-
arvísu“, rjúpuna og fálkann í „Óhræsinu“, söngfuglinn í „Ég bið að heilsa“ og
grátittlinginn sem skáldið samsamar sig í samnefndu kvæði. Þá kallar frændinn í
„Grasaferð" kvæði sín „smákvæði" (1,294), og svo kallar einnig Jónas eitt lengsta
kvæði sitt, „Gunnarshólma“, í formála að því í Fjölni (1838:32).
9 Svo nákvæmlega vitnar Halldór til verka Jónasar að hann hlýtur að hafa haft út-
gáfu á þeim við höndina, og þá sennilega Bókmenntafélagsins frá 1883, hvort sem
hann hefur sjálfur haft hana með sér til Kaliforníu eða — sem er öllu líklegra —
fengið hana hjá unnustu sinni Valgerði Einarsdóttur sem hann bjó með á þeim
tíma sem hann skrifaði greinina, og að eigin sögn undir áhrifum frá henni, sbr.
nmgr. 7. Á nokkrum stöðum vitnar hann í formála Hannesar Hafstein fyrir þeirri
útgáfu, án þess þó að geta þess beinlínis. M.a. mótmælir hann því sem þar segir (á
bls. xl) að Jónas sé natúralisti, „en það nafn er honum einna helzt gefið í æfisög-