Skírnir - 01.04.2012, Page 11
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
9
Ég skalfeginn eigna mér allt
Sagan „Grasaferð“ eftir Jónas Hallgrímson, sem birtist fyrst meðal
eftirlátinna rita hans í Fjölni 1847, er talin marka upphaf íslenskrar
sagnagerðar á síðari tímum.10 Um leið fer fram í henni umræða um
konur og skáldskap sem er langt á undan sínum tíma í íslenskri bók-
menntasögu. Sagan segir frá ferðalagi tveggja frændsystkina á grasa-
fjall, en bæði eru þau skáld, þótt ung séu, hann þrettán ára og ófermd-
ur, en hún fimmtán ára og fermd og því „fulltíða kvenmaður" (I,
285).* 11 Þegar þau hafa fyllt pokana sína af grösum setjast þau niður
í fjallinu miðju og fara að tala um skáldskap. Á meðan saumar „syst-
irin“, sem hann kallar svo, fyrir peysuna hans, „litla frændans“, svo
að þau geti tínt í hana líka. Uttroðna peysuna ætlar hann síðan að
binda framan á sig þar sem það sé „mannalegra" að koma heim
„með bagga í fyrir“ (1,288). Þannig sér hann sig með annarra augum
ganga með feng sinn til byggða. Aðalatriðið fyrir honum er karl-
mennskuímyndin. Hún er þó ekki einleikin því að svona á sig kom-
inn, þungaður grösum (og skáldskap?), lítur hann út eins og
barnshafandi kona. Eftir að hafa gert nokkrar misheppnaðar til-
raunir til að segja systurinni sögur, sem hún hefur ekki sagt honum
áður, fer hann með þrjú kvæði eftir sjálfan sig, fyrst eitt þýtt, en
síðan tvö frumkveðin. Systirin hefur aftur á móti farið dult með
skáldskap sinn og henni bregður þegar hann fer með kvæði sem hún
hefur þýtt úr þýsku og ekki falið betur en svo að hún hefur óvart af-
hent honum það sjálf í nokkuð frumlegu — og kvenlegu — eigin-
handarriti:
„Hvar hefurðu náð þessum vísum?" sagði systir mín og sá ég hún var bæði
sneypt og reið, „ég hef alltaf haldið mér væri óhætt að trúa þér og þú
mundir ekki taka neitt í leyfisleysi."
unni framan við ljóð hans“ (80). Greininni gefur Halldór svo sama nafn og
Hannes formála sínum og kallast þannig eins og á við hann.
10 Um nánari umfjöllun, sjá grein mína, ,„Sáuð þið hana systur mína?‘ Grasaferð
Jónasar Hallgrímssonar og upphaf íslenskrar sagnagerðar" (Helga Kress 1989).
11 Jónas Hallgrímsson 1989,1-IV. Hér verður vitnað til þessarar útgáfu um rit Jón-
asar með binda- og blaðsíðutali í sviga aftan við tilvitnun í meginmáli nema annað
sé tekið fram.