Skírnir - 01.04.2012, Side 12
10
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Mér varð bilt við þetta. „Það hef ég heldur ekki gert,“ sagði ég og var
stuttur í svari, „þú gafst mér um daginn nokkrar sveskjur, eins og þú lík-
lega manst, og vafðir kvæðinu utan um þær; það var að sönnu uppkast en
ég hélt mér væri leyfilegt að lesa það fyrst þú leyndir því ekki meir en svona.
Ég hef aldrei haft það yfir fyrr en núna og því síður hef ég sagt frá að þú hafir
snúið því.“
„Blessaður! ég ætla að biðja þig að gera það ekki heldur. Mér er ekki
mikið um það breiðist út að ég sé að fást við þess háttar; það hefur aldrei
þótt mikil prýði á kvenfólki.“
„Vertu öldungis óhrædd,“ sagði ég svo blíðlega sem ég gat, „en takist
þér ekki verr í annað sinn, held ég þú ættir að bera það oftar við; ég skal
hjartansfeginn eigna mér allt sem þú gerir — en það er samt reyndar
skömm; þessu ráði verð ég að sleppa."
„Þér er það held ég óhætt,“ sagði systir mín og var nú orðin eins hýr og
áður. „Ég yrki varla svo mikið að okkur verði vandræði úr skáldskapnum
mínum. En þú hafðir eitthvað eftir sjálfan þig, það held ég verði gaman að
heyra.“
„Já, það er satt,“ sagði ég, „það voru tvö smákvæði; annað ... er um þig
en hitt gerði ég um lóu ...; það eru nógu falleg kvæði.“ (I, 293-294)
Systirin þaggar snarlega niður í umræðunni um sjálfa sig sem skáld
með skírskotun til kynferðis síns, en biður frændann að fara með
eitthvað eftir sjálfan sig, því að það verði gaman að heyra, og er hann
sammála því.12 Kvæðið hefur hún, í skorti á öðru bréfsefni, skrifað
á matarumbúðir og er það því komið beint úr búrinu.13 En um-
búðirnar eru jafnframt utan af erlendu sælgæti sem hún gefur
honum, og þannig rennur allt saman í eitt, útlent og innlent, matar-
12 í þessu má sjá „the pattern of female self-effacement and male self-assertion“,
eða mynstur kvenlegrar sjálfsþöggunar og karllegs sjálfstrausts, sem þær Sandra
Gilbert og Susan Gubar ræða í klassísku riti sínu um kvenrithöfunda 19. aldar,
The Madwoman in the Attic (Gilbert og Gubar 1979:554-558). Sbr. einnig Te-
rence Diggory (1979:135-142) um bandarísku skáldin Emily Dickinson (1830-
1886) og Walt Whitman (1819-1882) sem dæmi um fælni kvenskálda og
framfærni karlskálda.
13 Bréfsefni systurinnar, sem og einnig saumaskapur hennar, minna á Emily Dick-
inson sem skrifaði ljóð sín með mjög smáu letri á alls kyns tilfallandi snepla, eins
og t.a.m. tepoka, sem hún saumaði saman í lítil knippi, „fascicles", og læsti niður
í kistu. Þar fundust ljóðin að henni látinni, alls um 1800 að tölu. Af þeim höfðu
aðeins örfá birst á prenti meðan hún lifði. Sbr. Gilbert og Gubar 1979:639-642;
einnig Kristen Kreider 2010:67-103.