Skírnir - 01.04.2012, Qupperneq 13
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
11
pappír og handrit, sveskjur og kvæði. Að hann skuli bjóðast til að
eigna sér kvæði hennar felur ekki endilega í sér að hann ætli að birta
það undir eigin nafni, enda flýtir hann sér að taka þau orð sín til
baka, heldur öllu fremur löngun hans, verðandi karlskáldsins, til að
tileinka sér sjónarhorn konunnar og ná þannig til kvenleikans í eigin
skáldskap.14 Þá viðleitni má reyndar sjá í þeim kvæðum sem hann
fer með eftir sjálfan sig en þau fjalla öll um kvenleg fyrirbæri. I
þýdda kvæðinu eftir danska skáldið Oehlenschláger harmar
„munaðarlaus unglingur" (1,289), eins og frændinn er sjálfur, missi
bæði móður sinnar og unnustu og verður sá missir honum að kvæði.
í „Heiðlóarvísunni“ er lóan hvort tveggja í senn móðir og syngj-
andi (kven)skáld, og er kvæði hennar, „dírrindí" (I, 295), sett fram
í beinni ræðu sem kvæði í kvæðinu. I vísunni um „systurina“ beinir
frændinn beinlínis að henni athygli með spurningu til lesenda/
áheyrenda í upphafi: „Sáuð þið hana systur mína?“ (I, 294) I hans
augum er hún þó ekki skáld, heldur hvort tveggja í senn viðfangs-
efni og viðtakandi. Auk þess segir hún honum sögur, er varðveitandi
munnlegrar geymdar, og því uppspretta frekari yrkisefna. Eins og
unnustan sem unglingurinn saknar í kvæði Oehlenschlágers er hún
með „glóbjart hár“ (I, 289; I, 294), táknmynd kvenleikans, þess
eftirsótta en óhöndlanlega, enda hleypur hún undan, þegar karla-
samfélagið birtist á sviðinu í líki hreppstjórans, og þar með út úr
kvæðinu. Hún fer í felur með sjálfa sig eins og systirin með kvæði
sitt.
„Grasaferð" er sögð í fyrstu persónu frá sjónarhorni frændans
sem endurminning fullorðins (og viðurkennds) höfundar, prentuð
saga með örugga lesendur. Eins og fleiri verk Jónasar er hún meta-
14 Árið 1837 birtist í fyrsta sinn á prenti veraldlegt kvæði eftir nafngreinda íslenska
konu, Guðnýju Jónsdóttur frá Klömbrum (1804-1836), án heitis en með upp-
hafslínunum: „Endurminningin er svo glögg“. Birtist það að henni látinni í frétta-
bálki Fjölnis 1837, eftirmælum ársins 1836, ásamt formála eftir Tómas
Sæmundsson með fallegum orðum um sorgleg örlög hennar sem konu og skálds
(Fjölnir 1837:30-32). Ellefu árum síðar birtist annað kvæði eftir hana í Norður-
fara 1848, einnig án heitis en með upphafslínunum: „Sit ég og syrgi“, og þeim fyr-
irvara að eigi sé „með öllu víst, að kvæðið sje eptir hana, og hafa sumir eignað það
Bjarna heitnum Thórarensen" (Norðurfari 1848:17-18). Sjá einnig Helgu Kress
1997:36-38.