Skírnir - 01.04.2012, Page 18
16
HELGA KRESS
SKÍRNIR
stirðnað brjóst getur bifast, eins og það gerir í fyrsta erindinu
(„brjóstið af grátekka bifað“). Línurnar flæða hér betur og hrynjandi
er eðlilegri með áherslu á „neitt“ sem kallast á við tómleikann og
orðið „nichts“ hjá Schiller. Þannig má segja að þýðingin sé bæði
einfaldari og lýrískari þegar Jónas yrkir óáreittur í orðastað kvenna,
og það ekki aðeins meyjunnar í kvæðinu, heldur einnig kvenskálds-
ins í sögunni.
Athyglisvert er að Jónas yrkir ekki í orðastað kvenna í eigin
ljóðum, aðeins í þýðingum. Fyrir utan „Meyjargrát“ og „Dagrúnar-
harm“ Schillers sem bæði eru lögð konum í munn, má nefna „Sæ-
unni hafkonu“ (úr ,,Heimkehr“) eftir Heine, „Kyssa vil ég“
(„Kússen will ich“) eftir Chamisso, „Illur lækur“ („eftir þjóðkunnu
spánsku kvæði")25 og „Arngerðarljóð" („Sjælevandring" eftir P.L.
Moller), sérkennilegt kvæði, lagt í munn arnar sem hefur breyst í
konu og kvartar undan því hlutskipti: „kalla mig allir fagra meyju,
/ og vita ekki að eg er Örn.“ (I, 240)26 Orninn, sem er ókyngreindur
sem slíkur, er nafnlaus í frumkvæðinu. Með snilldarheitinu „Arn-
gerðarljóð" vísar Jónas í íslenska eddukvæðahefð og skerpir á stöðu
ljóðmælanda sem konu og skálds.
I fagurlegri mynd
Skáldskaparfræði sína setur Jónas fram í ritdómi sem hann birti í
Fjölni 1837 um rímur Sigurðar Breiðfjörðs út af riddarasögu frá 18.
öld. Fyrir utan hortitti og ambögur í orðalagi gagnrýnir hann
skáldið fyrir ósjálfstæði í efnistökum og skort á ímyndunarafli.
Hann segir:
Það er ekkert vit í því að rímnaskáldin eigi að vera bundin við söguna. Þau
eiga miklu fremur, þegar þörf gjörist, að breyta henni á marga vegu, búa til
25 Um höfund kvæðisins og kynferðislegan undirtón þess, sjá Svein Yngva Egils-
son 2006.
26 „Arngerðarljóð" er síðasta þýðing Jónasar, en frumkvæðið birtist í tímaritinu
Gœa (sem P.L. Moller ritstýrði) árið 1845, sama hefti og ritgerð Gríms Thom-
sen um Bjarna Thorarensen {Gœa 1845:363). Síðasta orðið er skáletrað í útgáfunni
1989, en er skrifað eins og sérnafn með stórum staf í eiginhandarriti JónasarHall-
grímssonar (1965:269) og svo er gert hér.