Skírnir - 01.04.2012, Page 22
20
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Svipað á sér stað í „íslands minni“, veislukvæði sem Jónas orti
fyrir samsæti Islendinga í Kaupmannahöfn 1839:
Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla
og svanahljómi, silungsá
og sælu blómi valla
og bröttum fossi, björtum sjá
og breiðum jökulskalla —
drjúpi’ hana blessun drottins á
um daga heimsins alla. (I, 108)
ísland er hér kvengert strax í upphafi. Foldin er kona, og náttúru-
fyrirbrigðin sem ljóðmælandi framkallar fyrir hugskotssjónum
félaga sinna, Islendinganna erlendis, til að þeir festi sér í minni, eru
ásamt augunum skart þessarar konu: fjöllin, árnar, vötnin, blómin,
vellirnir, fossinn, jökullinn og sjórinn kring. Allt er þetta tengt
saman með samtengingunni „og“ sem ásamt þankastrikinu á eftir
sýnir að upptalningin er endalaus. Konan er þögul en landið (líkami
hennar) ómar af svanasöng, rödd náttúrunnar og skáldsins í senn.37
Myndin er eilíf og kvæðið endar á bæn.
„Islands minni“ Jónasar kallast á við „Islands minni“ eftir Bjarna
Thorarensen frá 1818, bæði veislukvæði og nafnið það sama. I kvæði
Bjarna kemur „fjallkonan" fyrst fyrir í íslenskum kveðskap, og er
svo ávörpuð í upphafi: „Eldgamla Isafold, / ástkæra fósturmold, /
Fjallkonan fríð.“ Lögð er áhersla á jöklana, tindana, það sem gnæfir.
Foldin er með „hvítfaldinn há“ og „há-jöklarið“, kristalsár og himin-
bláar heiðar, og á hana skín sólskin af heiðum himni,38 en þar fyrir-
finnast hvorki söngfuglar né sælu blómin valla. Fjallkonan kemur
aðeins einu sinni fyrir í kvæði eftir Jónas, „Magnúsarkviðu“, tví-
37 Söngfuglar eru skáld í ljóðum Jónasar. í erfikvæðinu eftir Bjarna Thorarensen líkir
hann honum við svan í stórbrotinni (íslenskri) náttúrumynd: „Skjótt hefur sól
brugðið sumri / því séð hef eg fljúga / fannhvíta svaninn úr sveitum / til sóllanda
fegri; /sofinn er nú söngurinn ljúfi / í svölum fjalldölum ..." (I, 134). „Söngur-
inn ljúfi“ kallast á við „söngvarann ljúfa“, þröstinn í „Ég bið að heilsa“ (eigin-
handarriti), er sama mynd og enn ein rök fyrir þeim leshætti. Um breytingu
söngvarans í vorboða við fyrstu prentun kvæðisins, sjá Helgu Kress 2011.
38 Bjarni Thorarensen 1935:27-28.