Skírnir - 01.04.2012, Síða 25
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
23
samsamar ljóðmælandi sig fyrirbrigðinu sem hann lýsir. Hann
þekkir landið og stúlkan er hans.
Ljóðið yrkir Jónas á Reykjavíkurárum sínum, undir samblandi
af dróttkvæðum hætti og þulu, áður en hann fer til Kaupmanna-
hafnar, stórborgarinnar, og ættjarðarljóðin með samruna konu og
lands taka við. Eins og titillinn gefur til kynna er konan ímynd feg-
urðarinnar og líkama hennar er lýst í einstökum atriðum á svipaðan
hátt og landinu í „Islands minni“. Björt og brosandi augun sam-
svara blíðri brá, lokkarnir falla eins og fossarnir, höndin er hvít eins
og jöklarnir og brjóstin, kvenleikinn sjálfur, eru fögur.44 Það er ekk-
ert ísland sem þarf að framkalla í þessu ljóði, enda skáldið á
heimaslóðum, ófarinn utan. í stað þess kemur himinbrosið, andlit
konunnar sem hverfist í himin og staðsetur hana eins og landið í ei-
lífri náttúrumynd. Konan í „La belle“ er strax í upphafi „mín“. Sam-
bandið er persónulegt og gagnkvæmt, hún er þarna. Það er konan
líka í „Skonne pige“, löngu kvæði í spurnarformi sem Jónas orti á
dönsku um svipað leyti. í „Skonne pige“ er ljóðmælandi skáld að
yrkja til stúlkunnar sem hann ávarpar sem „himmelskonne ideal“.
Kvæði sitt kallar hann ýmist söng („min sang“) eða mynd („hendes
billede“) (I, 54-55). Þetta eru einu kvæði Jónasar um konuna nær-
verandi, kominn til útlanda er hún fjarlæg.
Það er stúlkan mín
Eitt þekktasta kvæði Jónasar er „Eg bið að heilsa“ sem hann orti í
Sórey vorið 1844 og sendi félögum sínum í Fjölni til birtingar. Þetta
44 Við þessa lýsingu á líkamsfegurð konunnar í „La belle“ gerir Guðmundur Andri
Thorsson (1990:166) þá ágætu athugasemd að hún jaðri við „gláp“. Hér á hann
sennilega við hugtak franska táknfræðingsins Luce Irigaray sem m.a. er skilgreint
í grein minni um Tímaþjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur (Helga Kress 1988:
71). Hugtak Irigaray fjallar um það hvernig karlar hafa ævinlega skilgreint konur
og markað þeim stað með glápi, eða því sem hún einnig kallar „fallískt augnaráð".
Þannig verða þær speglun af ímyndun þeirra, líkamar án sjálfsvitundar. Til að
verða sýnilegar verða konur að koma sér í sjónmál karla, en það gera þær m.a. með
skarti, sem aftur minnir á skartklæddu foldina í ljóðum Jónasar. Einnig má hér
benda á hugtakið „visual pleasure", eða sjónræna nautn, sbr. Lauru Mulvey
(1989) sem beitir því á kvenlýsingar í kvikmyndum, einkum kvenlíkamans, en
nýtist ekki síður við greiningu á ljóðum.