Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 27
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
25
Landið, konan og skáldið — skáldskapurinn — heyra hér saman, og
það sem m.a. tengir þau er eignarfornafnið „minn“. Bæði fóstur-
jörðin og stúlkan eru „mín“, kvenkyns, og þrösturinn, söngvarinn,
er „minn“, karlkyns eins og skáldið sem samsamar sig honum og
fylgir eftir í huganum. Áfangastaðurinn er heima/heim, „fóstur-
jarðar minnar strönd", og er nafn landsins, greypt í kvæðið, „fagurt
land Isa“. Það er þarna. Það er hins vegar óvíst með stúlkuna sem er
skilyrt: „ef að fyrir ber“ (1,197), og er kannski ekki til nema í þess-
ari einu kveðju, (kven)engill í peysufötum með húfu og grænan
skúf, frumleg hugarsýn, alls ólík fjallkonunni sem skautar hvítum
faldi. Engillinn fannst Konráði Gíslasyni „kímilegur“ sem hann líka
er. Þetta er rómantísk írónía, dæmigerð fyrir Jónas sem þannig snýr
oft upp á kvæði sín í lokin til að minna á að þau eru skáldskapur og
ýta þannig við lesendum með kímni. Það er því ósennilegt að fugl-
inn rati nokkurn tímann á stúlku í íslenskum dal sem á við þessa
lýsingu og geti skilað til hennar kveðju skáldsins. Hún er ímynd en
íslensk um leið.
Ég vil hafa stúlkurnar heima
Að konan eigi að vera íslensk, og ekki bara það, heldur á Islandi og
gott ef ekki ísland sjálft, kemur skemmtilega fram í frásögn Tóm-
asar Sæmundssonar í bréfi til Jónasar, dagsettu í Kaupmannahöfn 28.
október 1828, þar sem hann m.a. lýsir fyrir honum menningarlífi
borgarinnar:
Tragedíurnar eru ei til annars en gera mig melankólskan, og dömurnar grát-
andi allt um kring gerðu þægilegt indtryk ef þær væru allar íslenskar, en af
því þær ekki eru það, bið ég guð fría mig frá að verða í þeim forliebtur. Nei,
ég vil hafa stúlkurnar heima ...47
í sama bréfi víkur hann að náttúrunni sem á líka að vera íslensk. Að
vísu sé danska náttúran indæl „utanbæjar“ um sumartímann: „En —
ég skil ekki í því sjálfur —• það er eins og mér finnist ekki neitt til þess
koma af því það er hérna.“ Þótt hann sjái að allt sé „hér betra og
47 Tómas Sæmundsson 1907:48. Stafsetning er færð til nútímahorfs.