Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 28
26
HELGA KRESS
SKÍRNIR
þægilegra þegar peninga ekki skortir, og þá skortir ekki skaðlega"
hafi hann „samt svo mikla löngun til að finna kerlinguna hnarreistu
heima, hana móður okkar“.48 Með þessu kvengerir hann landið sem
móður, nánar tiltekið „kerlingu“, hnarreista og stolta eins og ís-
lensku fjöllin. I sömu andrá víkur hann að tungumálinu, sem einnig
á að vera íslenskt, og um dönskuna segir hann: „Mér leiðist að heyra
þetta barbariska mál allt um kring mig og geta aldrei brúkað mitt,
nema einstöku sinnum á meðal landa, sem ég þá fæsta get liðið.“
ísland sem móður hefur Tómas úr kvæðum Eggerts Ólafssonar
sem hann gaf út í veglegu riti árið 1832 og hafði mikil áhrif á Jónas.49
Fyrsta kvæðið heitir „Island“, í „hverju Island, í líkingu einnar konu
segir ævisögu sína“, eins og segir í skýringum höfundar við kvæðið.50
Það er mjög langt, lagt í orðastað landsins/konunnar sem í upphafi
lýsir sjálfri sér, enn ungri og fagurri, í myndmáli sem hljóðar eins og
uppskrift að ljóðum Jónasar:
Þá var eg best í blóma:
búin í gull og skart
sat eg fríð með sóma,
sólarbirtan snart
faldinn lýsti fagurlig;
klæðin græn og kristalsbönd
klæddu og prýddu mig.51
Myndmálið útskýrir höfundur í neðanmálsgreinum á sömu blað-
síðu. Faldurinn sem lýsir svo fagurlega eru jöklarnir. Um klæðin
græn segir að „Island var þá grænum grösum gróið og skógi vaxið
fram til jökla“ og eru kristalsböndin „hóglegir klárir lækir og vatns-
föll“. Eins og hjá Jónasi er landið skartklætt og baðað sól. Það
48 Sama rit:46.
49 Tómas var einn þriggja útgefenda en mun hafa unnið þeirra mest að útgáfunni sem
er afar vönduð, „útgefin eptir þeim beztu handritum sem feingizt gátu“, með
bæði inngangi og mjög svo ítarlegum og fróðlegum skýringum höfundarins sjálfs
við kvæði sín. Sbr. Eggert Ólafsson 1832.
50 Eggert Ólafsson 1832:9.
51 Sama rit. Jónas leit mjög upp til Eggerts, bæði sem skálds og vísindamanns. I
minnisgrein um Tómas Sæmundsson getur hann Eggerts sem „mesta mannsins
sem ég held ísland hafi átt á seinni öldum“ (I, 376).