Skírnir - 01.04.2012, Side 29
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
27
stendur þó ekki lengi því að ísland giftist, fyrst landnámsmönnum,
og eignast fjölda barna, einkum syni sem í upptalningu eru efnilegir
í byrjun en þróast ekki vel: „Hvar er höfðings þótti? / Hvar er
rausnin nú? / Hvar er herrans ótti? / Hvar er dyggð og trú?“52 Þeir
fara heldur ekki vel með hana, faldurinn sjúskast, fær „ryk og kám,
/ allt er af sér gengið, / er eg í kyrtli grám“, og ellimóð lendir hún í
hrakningum: „ennið lemur frost og fjúk; / því er ei kyn þó kerling
sé / kararaum og sjúk.“53 Móðirin kemur fyrir í fleiri kvæðum Egg-
erts, oftast gömul eins og landið. I „Sótt og dauði Islenskunnar
hinnar afgömlu móður vorrar, í tveimur kvæðum samsett" er hún
tungumálið á banabeði. Hún boðar til sín börn sín, Islendingana,
segir þeim „veikleika sinn og hans orsök“ og sendir synina í meðala-
leit: „Kaupa skuluð skrár á prent, / skrifuð blöð og pergament, /
með óblandað Isa-mál / að endurlífga mína sál; / fengi eg stöppu af
þeim inn, það eyddi tál.“54 Leitin skilar ekki árangri, efnið í stöpp-
una fyrirfinnst ekki, og kvæðið endar á útför móðurinnar.
Móðirin/landið sem sætir illri meðferð kemur víða fyrir í
kvæðum Jónasar. I erfikvæði um séra Þorstein Helgason er því lýst
sem líkamlegu ofbeldi og tengt dauða sonarins sem fyrirfer sér: „Og
góður sonur getur ei séna / göfga móður með köldu blóði / viðjum
reyrða og meiðslum marða, / marglega þjáða, og fá ei bjargað.“
(I, 137)55 í „Vísum íslendinga“, veislukvæði, ortu í Kaupmanna-
höfn í tilefni af heimferð Islendings er honum óskað heilla, „því þú
ert vinur vorrar gömlu móður / og vilt ei sjá, að henni neitt sé gert“
(I, 64), og með því gefið í skyn að hann fari heim til að vernda
móðurina. I báðum kvæðunum er lögð áhersla á sýnina, og landið
sem móðir gert sýnilegt.
Kvæðabók Eggerts hefst á kvæðinu „Island“. Það gerir einnig
rit þeirra Fjölnismanna, Fjölnir, með samnefndu kvæði Jónasar, sem
jafnframt má líta á sem eins konar stefnuskrá þess. Eins og kvæði
52 Sama rit:24.
53 Sama rit:20-21.
54 Sama rit:124—125.
55 Þorsteinn Helgason (1806-1839) var prestur í Reykholti. Hann veiktist á geði
og drekkti sér í Reykjadalsá 7. mars 1839 (Jónas Hallgrímsson 1989:IV, 161-
162).