Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 35
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
33
kvæði Jónasar sjálfs um sömu yrkisefni, einfölduð og fegruð í skáld-
skap hans.
„Hulduljóð" eru metatexti, ljóð sem hverfist um sjálft sig. I um-
ræðunni um skáldskapinn vísar Jónas beinlínis í sjálfan sig þegar hann
lætur ljóðmælanda býsnast yfir ástandi bókmenntanna: „Gleymd eru
lýðnum landsins fögru kvæði, / leirburðarstagl og holtaþokuvæl /
fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður, / bragðdaufa rímu þylur
vesæll maður.“ (1,117) Eins og í rímnadómnum í Fjölni eiga kvæði að
vera fögur, sett fram í fagurlegri mynd.65 Umræða um vondan skáld-
skap er ekki efni í fagurt kvæði, hún tilheyrir prósanum: bréfum, rit-
dómum og greinum, er ókvenleg og skáldskapargyðjunni ekki að
skapi. Á þetta bendir ljóðmælandi sjálfur, lofar Huldu bót og betrun,
og kemur um leið fram sem skáld á yrkjandi stund: „Háðungarorð
sem eyrun Huldu særa / ei skulu spilla ljóði voru meir.“ (I, 117)
Þannig eru „Hulduljóð“ ljóð um ljóð, um vanda skáldskaparins, þess
að yrkja í anda skáldskapargyðjunnar og kvenleikans.
„Hulduljóð“ eru ljóð Huldu, innblásin af henni. Þau eru jafn-
framt „næturmyndir“ (I, 116) sem hún, „sólfögur", lýsir upp en
hverfa þegar dagar. Hulda er sjónhverfing, sýn, sem skáldið horfir
á eftir og kveður um leið og ljóð hans fjarar út: „Vertu nú sæl! því
sólin hálsa gyllir / og sjónir mínar hugarmyndin flýr.“ (I, 122)
Kveðjan sem bæði skilur að og tengir er sú sama og skáldið sendir
með fuglinum í „Eg bið að heilsa“, og er hér endurtekin með heit-
strengingu: „Vertu nú sæl! þótt sjónum mínum falin / sértu, ég alla
daga minnist þín.“ (I, 122) Þannig er konan hverfandi mynd, falin
sjónum skáldsins en er þarna samt.
Unir auga ímynd þinni
Um sama leyti og Jónas er brjótast fram úr „Hulduljóðurn" yrkir
hann upp gamalt kvæði frá upphafi skáldskaparferils síns. Það er
65 Hér hefur verið valinn leshátturinn „landsins fögru kvæði“, sbr. eiginhandarrit,
þar sem fyrst hefur verið skrifað „fögru“ sem síðan hefur verið krotað í með orði
sem gæti verið „fornu“, samt mjög óljóst. Undir þetta er strikað með brotalínu
sem venjulega merkir að það upphaflega skuli standa (Jónas Hallgrímsson 1965:
135). Útgáfur hafa hins vegar valið lesháttinn „landsins fornu kvæði“.