Skírnir - 01.04.2012, Page 36
34
HELGA KRESS
SKÍRNIR
fyrirsagnarlaust í handriti, en hefst á orðunum: „Man eg þig, mey!“
sem aftur bergmála í kveðjuorðum „Hulduljóða".66 Kvæðið birti
hann í Fjölni 1843 undir heitinu „Söknuður" og undirfyrirsögninni
„Breytt kvæði“.67 Hugmyndin að „Man eg þig, mey!“ er fengin úr
kvæði Goethes, „Náhe des Geliebten" sem hefst á orðunum: „Ich
denke dein“ (Eg minnist þín). I ljóði Goethes er ljóðmælandi yfir-
gefin kona sem saknar unnusta síns og hún minnist í öllu sem fyrir
hana ber, m.a. þegar hún sér ryk undan hófum hesta. Erindin eru
fjögur og hefjast öll á því hvernig hún skynjar nálægð hans: „Ich
denke dein“, „Ich sehe dicb“, „Ich höre dich“, „Ich bin bei dir“,
stef sem enduróma í kvæði Jónasar með orðunum „muna“, „heyra“
og „sjá“ ásamt tengingu við himintungl og myndir náttúrunnar.
Ljóð Goethes er unnið upp úr ljóði eftir (nú) tiltölulega óþekkta
dansk/þýska skáldkonu, Friederike Brun (1765-1835). Það heitir
„Ich denke Dein“, og er fyrirsögnin endurtekin sem stef í byrjun er-
inda, nákvæmlega eins og hjá Goethe. Sagt er að ljóðið hafi höfðað
til hans þegar hann heyrði það sungið við lag eftir tónskáldið Zel-
ter í Jena 1795, en talið sig geta gert betur og því ort það upp.68
Þannig hefur hann litið á það sem „uppkast“ fyrir sig. Ljóð hennar
féll í gleymsku en hans lifði og varð eitt af þekktustu ljóðum hans.69
Ekki er gott að vita hvort Jónas hefur þekkt til skáldkonunnar
Friederike Brun, þótt hún hafi lengst af átt heima í Kaupmannahöfn
þar sem hún hélt „salon“ (á Sofienholm) fyrir skáld og listamenn.
Ekki hafa fundist heimildir fyrir því að Friederike Brun hafi verið
66 Jónas Hallgrímsson 1965:41—43. Um nákvæman samanburð á þessum tveimur
gerðum kvæðisins, sem og tengslum þess við kvæði Goethes, sjá Ringler 1995.
67 Undirfyrirsögnin vísar írónískt til fyrri gerðar, sem telja má „uppkast“, og breyt-
inga ritstjórnar Fjölnis á kvæðum höfunda, sbr. umræðu hér að framan og nmgr.
20. Þessu kvæði þurfti ekki að breyta, höfundur var búinn að því sjálfur.
68 I bréfi til vinar síns, dagsettu 15. júní 1796, segir Goethe um Zelter: „Seine Mel-
odie des Liedes: Ich denke dein hatte einen unglaublichen Reiz fur mich, und
ich konnte nicht unterlassen, selbst das Lied dazu dichten" (Goethe Handbuch
1996:272). Hann nefnir hvorki skáldkonuna né ljóð hennar þótt hann hafi sann-
anlega nýtt sér það.
69 Kvæði Goethes er víða prentað, m.a. í Goethe 1827:58. Fjölmörg tónskáld á eftir
Zelter hafa samið við það lag, m.a. Schubert. Kvæði skáldkonunnar birtist í
Gedichte von Friederike Brun og er þar ársett 1792 (Brun 1795:44-45).