Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 37
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
35
þekkt á íslandi, svo að Jónas kann að hafa náð til kvenleikans í ljóði
hennar með Goethe sem millilið. Kvæði Goethes er undir sama
hætti og kvæði Friederike Brun, þar sem langar línur skiptast á við
stuttar í fjögurra lína erindum.70 Með ljóðahættinum íslenskar Jónas
kvæði Goethes og staðsetur í íslenskri eddukvæðahefð. Einnig vísar
hann, sem víðar, í myndmál og orðalag eddukvæða, en nær ein-
göngu í lýsingar þeirra á konum.
Svo mjög samsamar Jónas sig tilfinningum ljóðmælanda, kon-
unnar í kvæði Goethes, að hann skiptir um kyn og gerir ljóðmæl-
anda að karlmanni sem saknar og minnist horfinnar unnustu, og
setur hann þar með í kvenlega stöðu.71 Það sem vekur upp minn-
inguna, jafnt sem ljóðið, er sólin:
Man eg þig, mey!
er hin mæra sól
hátt í heiði blikar. (I, 49)72
Eins og í ljóðum þeirra Goethes og Friederike Brun finnur ljóðmæl-
andi, sem reynist vera skáld, fyrir nálægð þess elskaða í náttúrunni
sem hann lífgar og gefur mál. Allt talar um hana, á máli skáldskapar,
ástarinnar: „Heyri eg himinblæ / heiti þitt / anda ástarrómi; / fjall-
buna þylur / hið fagra nafn / glöð í grænum rinda.“ (I, 49) Hún
hefur fagurt nafn sem er ekki gefið upp en er tvívegis sett fram án
orða með (samkynja) hljóðum náttúrunnar, karlkennds himinblæs-
ins og kvengerðrar fjallbununnar, og nafnið er bara fyrir hann. Það
heyrir það enginn annar. Náttúran talar á skáldlegu máli, ástarrómi
sem er mál skáldskaparins. Eins og í fleiri ljóðum Jónasar er staðsetn-
ingin græni reiturinn, rindinn, og þar eru þau tvö saman, ljóðmæl-
andinn/skáldið og konan sem hann framkallar í náttúrumyndum:
70 Um frekari skilgreiningu og umræðu, sjá Meyer 1963:129-131 (um Goethe) og
143-146 (um Brun).
71 Dick Ringler (1995:26-28) telur að undirfyrirsögnin vísi til þessarar breytingar
á kyni ljóðmælanda, fremur en breytingar frá fyrri gerð, en ræðir þó báða mögu-
leika. Sjá einnigjónas Hallgrímsson 1989:IV, 113.
72 Hér er vitnað í ljóðið eins og það er í „Söknuði" nema þar sem fjallað er um
breytingarnar sérstaklega.