Skírnir - 01.04.2012, Page 38
36
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Lít eg það margt
er þér líkjast vill
guðs í góðum heimi;
brosi dagroða,
blástjörnur augum,
liljur ljósri hendi. (I, 50)
Á sama hátt og hann þráir hana vill náttúran líkjast henni, hún er
markmið þeirra beggja. Lýsingin á líkama hennar minnir á „La
belle“. Sólarupprásin vill vera eins og bros hennar (himinbrosið),
stjörnurnar eins og blá augun, og blómin eins og hvít höndin.
Þannig horfir hann á hana í myndum náttúrunnar, og aðeins þannig
nær hann við hana sambandi. Orðræðan er ég-þú, þau eru tvö
saman. Hann bæði talar við hana og spyr, en án svars. Þannig er
aðskilnaði þeirra, sem lögð er áhersla á með eignarfornafninu „okkar"
(sem ekki má sundur slíta), lýst í spurningum:
Hví hafa örlög
okkar beggja
skeiði þannig skipt?
hví var mér ei leyft
lífi mínu
öllu með þér una? (I, 50)73
Spurningunum er ósvarað og þær standa opnar, eins og í „Huldu-
ljóðum“. En í næsta erindi hefur konan gengið „þá götu“ er hún
„ganga hlýtur“. Hann horfir á eftir henni „sorgaraugum" og hún um-
breytist í skáldskap, verður „hin ljósa mynd“ (I, 50), búin til úr sorg.74
I „Man eg þig, mey!“, eiginhandarriti Jónasar, er erindi sem hann
hefur sleppt í „Söknuði", og er hvergi prentað nema aftanmáls í
skýringum,75 en í því kemur samsömun náttúru/lands og konu
betur fram, og það sem ein og sama sýnin að una við:
73 Hér er vísað í „Hávamál", 97. erindi: „jarls yndi / þótti mér ekki vera / nema við
það lík að lifa“ (Eddukvœði 2001:39).Vísunin kemur aftur fyrir í „Ferðalokum",
á báðum stöðum fegruð miðað við texta „Hávamála“.
74 „Hin ljósa mynd“ er augljós vísun í „Hávamál", 92 erindi: „hið ljósa man“
(Eddukvœði 2001:92). Athyglisvert er að Jónas breytir „mani“ í „mynd“.
75 Sbr. t.a.m. Jónas Hallgrímsson 1929-1937:1,327; Jónas Hallgrímsson 1989:IV, 113.