Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 40
38
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Styð eg mig að steini,
stirðnar tunga,
blaktir önd í brjósti;
hnigið er heimsljós,
himinstjörnur tindra —
eina þreyi eg þig. (I, 50-51)
Þetta er mynd af deyjandi skáldi, algeng í síðustu ljóðum Jónasar, og
það deyr með ákalli til hennar, konunnar/ímyndarinnar, á vör-
unum: „Eina þreyi eg þig.“ Þetta er snilldarþýðing á lokaorðunum
í kvæði Goethes: „O, wárst du da.“78 Með því vísar Jónas í loka-
erindi „Skírnismála“, óþreyju ástarguðsins Freys eftir jötunmeynni
Gerði sem hefur lofað að hitta hann innan ákveðins tíma og hann
getur varla beðið: „Löng er nótt, / langar eru tvær, / hve um þreyjag
þrjár?“79 I „Man eg þig, mey!“ vísar Jónas í þessi orð á fornmáli, en
breytir þrjár í þig með áherslu á samband þeirra tveggja: „Hve um
þreyak þig.“80 I „Söknuði“ hefur hann enn skerpt tilfinninguna og
ástarjátningin er til hennar einnar: „Eina þreyi eg þig.“
Hlekki brýt ég hugar
Kvæðið „Ferðalok" sem birtist í Fjölni 1845, sama vor og Jónas lést,
er einnig endurminning, sprottið af aðskilnaði við elskaða konu,
sem „hryggur þráir / sveinn í djúpum dali“ (I, 221). Hann er í upp-
hafi hryggur, eins og hyggjuþunga skáldið í „Hulduljóðum", og
hann er einn. Ljóðið er röð mynda sem hann framkallar í huganum
af ferðalagi þeirra tveggja um landið löngu fyrr, og þær brjótast fram
við tilhugsunina um hana, ímyndað faðmlagið:
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í. (I, 221)
78 Dauðamyndin er ekki hjá Goethe. Hún er hins vegar hjá Friederike Brun en í
öðru samhengi og varla um áhrif þaðan að ræða.
79 Eddukvœði 2001:94.
80 Jónas Hallgrímsson 1965:42.