Skírnir - 01.04.2012, Side 41
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
39
Þannig felst skáldskapurinn í því að „brjóta hlekki hugans", kasta af
sér yfirborði karlmennskunnar og gefa sig konunni á vald, renna
saman við hana, verða hún: „Sökkvi eg mér og sé ég / í sálu þér / og
lífi þínu lifi.“ (I, 221) Skáldið huggast við faðmlagið/samrunann,
það losnar um kvæðið og myndirnar brjótast fram hver af annarri.
Konan sem hann elskar, minnist og saknar er skáldskapargyðja.
Eins og í bæði „Hulduljóðum“ og „Grasaferð" sitja þau saman í
hlíð:
Tíndum við á fjalli,
tvö vorum saman,
blóm í hárri hlíð;
knýtti ég kerfi
og í kjöltu þér
lagði ljúfar gjafir. (I, 221)
Blómin sem þau tína „á fjalli“ minna á fjallagrösin í „Grasaferð“,
hvort tveggja táknmyndir skáldskapar. Ur blómunum fléttar hann
kerfi, ljóðakrans fyrir hana, og hún, skáldskapargyðjan, krýnir hann
lárviðarkransinum, algildu tákni skáldskapar, og gerir hann að
skáldi: „Hlóðstu mér að höfði / hringum ilmandi / bjartra blágrasa."
(1,221)81 Kransinn er úr blágresi, hann er bjartur og ilmandi. Mynd-
inni tilheyrir konan sem náttúra: „brosa blómvarir, / blika sjón-
stjörnur" (I, 222). Þannig horfir hann á hana horfa á sig og ástin er
gagnkvæm. I kvæðinu er mikið um samrunamyndir, hann heldur
henni á hesti „í hörðum straumi“, myndhverfða í „blómknapp" sem
hann vildi geta „borið og varið / öll yfir æviskeið" (I, 222). Þannig
þarfnast hún karllegrar verndar eins og blómin og landið í „Huldu-
ljóðum“. Þar sem þau staldra við á einum stað greiðir hann hár
hennar, lokkana, sem minna á lokkahöfuð Huldu, tákn kvenleik-
ans og forsendu skáldskaparins í „Hulduljóðum". Svo miklu máli
skiptir þessi minning í „Ferðalokum" að staðurinn er nefndur með
nafni: „Greiddi ég þér lokka / við Galtará“ (I, 222). Það er líka þar
sem hún horfir á skáldið brosandi og blikandi augum, og er jafn-
framt síðasta myndin sem hann framkallar.
81 Um blómagjafir, blómatínslu og blómakransa sem algild tákn skáldskapar, sjá
m.a. Cormager 1995:327.