Skírnir - 01.04.2012, Qupperneq 42
40
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Aðskilnaðurinn er yfirvofandi í kvæðinu öllu, og er tilfinningin
orðuð með vísun í samkarlmannlega reynslu í „Hávamálum",
fegruðu orðalagi: „Alls yndi / þótti mér ekki vera / utan voru lífi
lifa.“ (I, 222)82 Sjálf gera elskendurnir sér ekki grein fyrir honum í
ferðinni, það gera hins vegar lífguð blómin sem gráta: „Grétu þá í
lautu / góðir blómálfar, / skilnað okkarn skildu; / dögg það við
hugðum Táknið, grátinn, skilur skáldið ekki fyrr en seinna.
Fjarlægðin frá konunni sem ljóðið byrjar á er ítrekuð í lokin: „Fjær
er nú fagri / fylgd þinni / sveinn í djúpum dali.“ (1,223) Fylgd kon-
unnar, skáldskaparins, er fögur, og ljóðinu er lokið. Astarstjarnan
„yfir Hraundranga“ (1,221, 223), sýnin sem kveikti á minningunni,
og áður „hló á himni“ (I, 221) er þar enn, sjónum hulin og bak við
ský. I síðasta erindinu, í eins konar eftirmála og allt öðrum — og
paródískum — stíl, umbreytast elskendurnir í ímyndir, verða lík-
amslausir „andar sem unnast", ósýnileg í eilífðinni sem írónískt
skilur þau (auðvitað) ekki að.
Astarorðin blessuðu
Jónas yrkir ekki um nafngreindar konur. Konurnar í kvæðum hans
eru ímyndir, tákn þess eftirsótta: kvenleikans, skáldskaparins, ást-
arinnar, landsins, og þær eru íslenskar.83 I kvæðum hans koma
aðeins fyrir tvö kvenmannsnöfn, „Hulda“ og „Ásta“, bæði vísa þau
í bókmenntir og eru í fyrirsögnum kvæða.84 Kvæðið „Ásta“ birtist
í Fjölni 1843, og er því, eins og einnig „Ferðalok“, ort á sama tíma
og Jónas er að fást við „Hulduljóð", enda hverfast þau öll um sama
efni, skáldskapinn. Eins og þær Hulda og unnustan í „Ferðalokum"
er Ásta skáldskapargyðja. Hún er tungumálið sem skáldskapurinn
er búinn til úr, íslenskan, jafnframt því að vera kvæðið sjálft, sam-
82 Sbr. nmgr. 73.
83 Nafngreindar og raunverulegar konur í skrifum Jónasar tilheyra prósanum,
bréfum hans til kunningjanna, þær eru líkamlegar, útlenskar, kerlingar, kyn-
ferðislegar, ágengar og jafnvel klúrar. Um frekari umræðu og rökstuðning, sjá
Svein Yngva Egilsson 1989 og Dagnýju Kristjánsdóttur 1989:348-349.
84 Nafnið Hulda vísar í þjóðsögur og Ásta í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á
kvæði eftir Hóras: „Ásta, ég ann þér; / unntu mér, fagra mær“ (Sveinbjörn Egils-
son 1952:67).