Skírnir - 01.04.2012, Qupperneq 43
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
41
nefnd því. Kvæðið er, eins og oftar hjá Jónasi, tal án svars, þar sem
spurning og bón skiptast á. Ljóðmælandi er skáld og kvæðið hefst
á ávarpi: „Ástkæra, ylhýra málið / og allri rödd fegra!“ Skáldskapar-
málið er fögur rödd, það er kvenrödd, hljómur, söngur. Um leið er
það persónugert sem elskuð jafnt sem elskandi kona. Andstætt
flestum ástkonum í ljóðum Jónasar er hún nærverandi, ef til vill
vegna þess að hún er líka móðir, röddin er „blíð sem að barni kvað
móðir“, og móðirin fer ekki fremur en (móðurgert) landið. Tungu-
málið er „mitt“, málið sem skáldið yrkir á, íslenskan:
móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita. (I, 166)
Þannig er kvæðið einnig endurminning, vísar aftur fyrir sig í fyrri
kvæði, skáldskapinn í merkingunni yndi, sbr. sögnina „að una“ (eða
una við), sem Jónas notar gjarnan um það að yrkja. í „Ástu“ er
skáldskaparmálið bæði mál móðurinnar, móðurmálið (íslenskan),
og mál ástarinnar, og eins og í fleiri kvæðum tengist konan, sem
skáldið ávarpar, sólinni: „Veistu það, Ásta! að ástar / þig elur nú
sólin? I... skín þér í andlit og ... / vekur þér orð sem þér verða / vel
kunn á munni?“ Orðin (ástarinnar, sólarinnar) gefur hún skáldinu
í kvæði þess, en það er erfiðleikum bundið, vanda skáldskaparins
og skáldsins sem vill yrkja en getur ekki, sbr. „Skáld er eg ei“ í
„Hulduljóðum" og tregðu Jónasar til að takast á við það ljóð.
Kvæðið kallast á við „Kysstu mig aftur“ eftir Bjarna Thoraren-
sen, en það birtist í Fjölni 1837. Bæði eru þau þrjú erindi og háttur-
inn sá sami.85 I kvæði Bjarna missir ljóðmælandi málið við kossa
unnustunnar, kemur ekki upp orði „af andþrengslum megnum" og
er að kafna. Konuna ávarpar hann Svövu, en nafnið hefur enga
myndhverfða merkingu, er bara nafn, að vísu úr eddukvæðum.
Kvæðið fjallar hvorki um skáld né skáldskap, og hefur ástkonan
ekkert með það að gera, heldur er það um lífið sem „liggur á vörum“
85 Þetta er einnig sami háttur og á kvæði Guðnýjar frá Klömbrum, „Sit ég og syrgi“,
hvernig sem þeim tengslum er háttað. Sbr. nmgr. 14.