Skírnir - 01.04.2012, Page 44
42
HELGA KRESS
SKÍRNIR
hennar og sefur þar, og hann biður hana að gefa sér aftur, í mjög
svo líkamlegu og allt að því klúru myndmáli:
Veistu nú líf mitt, hin ljúfa!
þér liggur á vörum:
Leyfðu að það sofanda sjúgi eg
úr sólfagra beðnum!
Láttu ei bana mig bíða,
eg bið þig, mín Svava!
Gefðu mér önd mína aftur
og aftur mig kysstu!86
í síðasta erindi „Ástu“ vísar Jónas í fyrstu línurnar í þessu erindi í
kvæði Bjarna, en breytir svo út af í umsnúnu jafnt sem fegruðu
myndmáli. Það sem tengir er lífið á vörum unnustunnar. I kvæði
Bjarna er það koss, í kvæði Jónasar orð:
Veistu að lífið mitt ljúfa
þér liggur á vörum?
fastbundin eru þar ástar
orðin blessuðu.
Losa þú, smámey! úr lási
lítinn bandingja;
sannlega sá leysir hina
og sælu mér færir. (I, 166)87
Hér lýsir Jónas sambandi (karl)skálds og konu/skáldskapargyðju á
afar frumlegu en flóknu myndmáli, þar sem hver myndhverfingin
rekur aðra. Skáldið er „lítill bandingi" og konan, sem gefur orðin í
kvæði hans, er „smámey", báðum lýst með kvenlegu myndmáli
smæðarinnar. Um leið er „bandinginn“ einnig kvæðið sjálft, í nafn-
skiptu sambandi við skáldið. Smámeyjan, með „ástar orðin bless-
uðu“ á vörunum, orðin í skáldskapinn, getur ein leyst litla bandingj-
86 Bjarni Thorarensen 1935:175-176.
87 Hér er sleppt gæsalöppum utan um fimmtu línu erindisins, sbr. frumprentun í
Fjölni 1843:15, þar sem þær hafa verið settar á vitlausan stað, eiga augljóslega að
vera utan um beinu tilvitnunina í Bjarna Thorarensen. Þeim er líka sleppt f seinni
útgáfum (sbr. Jónas Hallgrímsson 1913:163; Jónas Hallgrímsson 1929-1937:106)
en eru komnar inn aftur í útgáfuna frá 1989:166. Eiginhandarrit er ekki til.