Skírnir - 01.04.2012, Síða 45
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
43
ann, eða „smákvæðið", sem Jónas kallar svo í öðru samhengi. Þar
með leysir hún líka skáldið svo að það getur ort, t.a.m. „Huldu-
ljóð“. Með einu kvæði losna önnur, aðrir bandingjar, fleiri kvæði,
og það er í því sem sælan felst, að geta ort.
/ öngum mínum erlendis
Kvæðið sem Jónas kallar „Stökur" orti hann 21. desember 1844, í
myrkasta skammdeginu, síðasta „skemmsta daginn" sem hann lifði.
Það er kvæði um kvæði, en jafnframt um deyjandi skáld, eftirmæli
þar sem hann fantaserar um sig í gröfinni. Þetta er eina kvæði Jón-
asar þar sem „Islendingur" er Ijóðmælandi, íslenskt skáld. I kvæðinu
lítur hann yfir líf sitt og harmar það sem ekki varð.
Enginn grætur íslending
einan sér og dáinn,
þegar allt er komið í kring
kyssir torfa náinn. (I, 223)
Þetta er grátljóð Islendingsins yfir sjálfum sér, það grætur hann eng-
inn annar, enda í útlöndum, eins og í orðinu felst. Grátljóð tilheyra
kvenlegri skáldskaparhefð sem Jónas hér samsamar sig, en á nei-
kvæðan hátt. Hér er engin „smámey“ að gráta skáldið úr helju eins
og í þýðingu hans á „Meyjargráti“ Schillers, engir blómálfar eins og
þeir sem gráta í „Ferðalokum“, hvað þá þau Hulda og Eggert sem
bæði gráta í „Hulduljóðum". I stað faðmlagsins við konuna í
„Grasaferð“, „Hulduljóðum" eða „Ferðalokum", er hann í gröfinni
kysstur af útlendri, kaldri, en kvengerðri torfu sem (írónískt) hlýtur
því að elska hann, sú eina sem það gerir. Þannig sér hann sjálfan sig
fyrir sér sem lík í erlendri gröf, eins útlægan og hugsast getur.
Kvæðið sprettur úr heimþrá. Þetta er þunglynt kvæði, eins og
bæði upphaf „Hulduljóða“ og „Ferðaloka", og kemur það beinlínis
upp á yfirborðið í síðustu kveðju skáldsins til konunnar sem hann
elskar og er á Islandi:
Lifðu sæl við glaum og glys,
gangi þér allt í haginn;
í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmsta daginn. (I, 224)