Skírnir - 01.04.2012, Page 68
66
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
að búa málið sem best og á sem heppilegastan og virðulegastan hátt
í hendur þjóðarinnar til úrlausnar. Það er kostur lýðræðisskipu-
lagsins (demokratis), og gefur því öryggi, að þjóðin sjálf hefir æðsta
úrskurðarvaldið í slíkum málum“ („Virðuleg fullveldishátíðahöld“
1943). Eftir að í ljós kom að Alþingi ætlaði eitt að móta tillögur um
sambandsslit og lýðveldisstjórnarskrá, sendi Sveinn sem ríkisstjóri
Alþingi sérstakt bréf í ársbyrjun 1944 þar sem hann hvatti til þess að
kosið væri til sérstaks „þjóðfundar“ sem mótaði tillögur áður en
Alþingi fjallaði um málin. Rökstuðningur Sveins var m.a. eftirfar-
andi:
Slík bein og virk þátttaka allrar þjóðarinnar í afgreiðslu þessa máls, sem
varðar alla þjóðina svo miklu nú og um alla framtíð, mundi að minni
skoðun gera hvort tveggja að vera enn virðulegri en samþykktir alþingis,
þótt atkvæðagreiðsla eingöngu til synjunar eða samþykktar færi á eftir, og
einnig skapa slíkt viðhorf út á við að aðrar þjóðir mundu frekar virða
ákvarðanir þjóðarinnar með þessum hætti. ... I vorri eigin sögu má lesa að
það var vilji forvígismanna í frelsisbaráttu vorri fyrir tæpri öld undir for-
ustu Jóns Sigurðssonar að sérstakur þjóðfundur tæki ákvörðun um stjórn-
skipun íslands. Mótmæli hans og þingheims, er slitið var með valdboði á
þjóðfundinum 1851, er einn af minnistæðustu atburðum í seinni stjórn-
málasögu vorri. Og þó var alþingi þá nýlega endurreist og hefði að sjálf-
sögðu getað gert samþykktir um málið.18
Sveinn var ótvírætt fylgjandi forræði beins lýðræðis, „þjóðræðis",
í mikilvægustu málum. Sömuleiðis var hann mikill baráttumaður
fyrir þjóðkjöri forseta og beitti sér af miklum þunga í aðdraganda
lýðveldisstofnunar gegn tillögum meirihluta stjórnarskrárnefndar
Alþingis um að þingið kysi forseta Islands og gæti eitt vikið honum
frá völdum. Þessa afstöðu sína ítrekaði hann m.a. á fundi með Gísla
Sveinssyni, formanni stjórnarskrárnefndar Alþingis, á fundi þeirra
í febrúar 1944:
... benti eg honum á nauðsyn þess að línur væru sem skýrastar milli allra
þátta hins þrískipta æðsta valds, þ.e. dómsvalds, framkvæmdavalds og lög-
gjafarvalds. Hefði talið frumvarpi átta manna nefndarinnar, frá 7. apríl 1943,
18 Bréfið er birt i bók Gylfa Gröndal 1994: 310-313, hér 313.